Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1952, Blaðsíða 9
Jónas Jónasson:
Erindi,
flutt við lok sjóvinnunámskeiðs í Sjómannaskólanum 4. jan. 1952
Góðir áheyrendur.
Þeim sem ætla að gera sjómennskuna að sínu
aðalstarfi, er nauðsynlegt að ganga undir sjálfs-
rannsókn, hafandi í huga að sjávarútvegurinn
er aðalatvinnugrein þjóðarinnar, sem hún stend-
ur og fellur með, og er því nauðsynlegt að hver
og einn er ætlar sér að stunda þá atvinnugrein
framkvæmi nákvæmt mat á sjálfum sér, hvort
hann er líklegur til að verða nýtur maður í starfi
sínu og stétt sinni til sóma. Þeir einir, sem með
óbifanlegum ásetningi hafa ákveðið að gera allt
sem í þeirra valdi stendur til að ná fullkomnun
í starfi sínu, og láta ekkert tækifæri ónotað til
að færa sér í nyt þá þekkingu, sem völ er á og
kvika aldrei frá þeirri stefnu, enda þótt hún
kynni að hafa í för með sér meira erfiði og
minni svefn, og þó að námstíminn sé nokkuð
langur, og mörg þrepin upp á við, þá munuð þið
fljótlega komast að raun um, að sá lærdómur
og álit, sem þið munuð hljóta, hafi ekki verið
of dýru verði keyptur. Hins vegar, ef þið sláið
slöku við og komizt þess vegna ekki áfram í
starfinu en sjáið til hinna, sem farið hafa réttu
leiðina, þá munuð þið fljótlega sjá, að þið fyrir
kæruleysi eða ódugnað hafið villzt af hinni réttu
leið, og kannski er of seint að snúa við, þá mun
þeta verða sú byrði, sem þið verðið að dragast
með allt ykkar líf, hafandi sífellt fyrir augum
þá samferðamenn, sem völdu rétta veginn og
skildu hvað í húfi var, ef út af var brugðið.
Ég er ekki hér að setja fram neinar hrakspár,
en ekki veldur sá er varar, og ég veit að ef þið
hafið þessi orð mín í huga við störf ykkar og
hagið ykkur eftir þeim, þá hafa þau ekki til
ónýtis töluð verið, og því lengra sem þið komist
á framfarabrautinni, munuð þið sannfærast
betur um sannleiksgildi þeirra, því að sá maður,
sem ekki horfir alltaf upp á við og hagar öllu
sínu starfi eftir því, hann verður aldrei eftir-
sóttur og situr því alltaf á hakanum.
Þegar þið komið á skip, sem hefur á milli
30 og 40 manns innanborðs, þá verðið þið að
kynna ykkur skapgerð þeirra, svo að þið getið
orðið einn hlekkur í þeirri keðju, sem stjómar
Ví KlN □ U R
hinu lifandi sigurverki til öruggra og samstilltra
átaka í starfinu. Þá verður vinnan leikur og
árangurinn fullkominn, og innan um hættur
hafsins verða vináttuböndin traust, og við sjáum
fyrir hugarsjónum vorum skyndimynd af fórn-
fýsi og hreysti sjómannsins, þegar hann fleygir
sér í hafið til að bjarga félaga sínum, undir
verstu kringumstæðum sem hugsast géta og í
fyllstu óvissu um að verða bjargað. Og hygg ég
að slíkt hreystiverk, sem hér um ræðir, sé sú
glæsilegasta og sannasta spegilmynd af skap-
gerð sjómannsins og muni lengi lifa í minni
þjóðarinnar.
Reglusemi, orðheldni og sparsemi éru þær
dyggðir, sem hver maður skyldi temja sér bæði
til sjós og lands og eru undirstöðuatriði allrar
sannrar menningar.
Drykkjuskapur er alstaðar illa liðinn, ekki
hvað sízt á sjónum, enda hafa skipstjórar
reynsluna fyrir sér og sniðganga drykkfellda
menn, vitandi að ekki er hægt að treysta þeim.
Þeir eru manna ólíklegastir til að vinna sig upp
í betri stöður. Þeir meta áfengið meira en holl-
ustuhætti og framtíðarstarfa í góðum félags-
skap, og verða því að rekaldi á lífsins sjó, ef þá
ekki tekur annað verra við.
Orðheldni er nauðsynlegt að temja sér, og
ber það vott um menningarbrag og vekur
traust, ekki einungis hjá manninum sjálfum,
heldur og allra þeirra, sem hafa samskipti við
hann, og þeir vita að óhætt er að reiða sig á það,
sem hann segir og gerir. Hjá sönnum sjómanni
má þetta aldrei bregðast. Hann skyldi því vanda
vel til allra sinna orða og gerða, því ef út af
er brugðið eru eftirköstin fljót að segja til sín
og máttarstoðirnar bresta ein af annrri og mað-
urinn fær ótrú á sjálfum sér.
Sparsemi er ein af þeim höfuðdyggðum, sem
aldrei má gleyma, því að á henni byggist öll
okkar menningarstarfsemi og allra okkar af-
komenda, sem eiga að halda við og auka allt
það, sem þegar hefur verið lagður grundvöllur
að og til þjóðþrifa horfir. Og einnig hafa opin
augun fyrir nýjum aðferðum og öllu því, sem
1B7