Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1958, Blaðsíða 27
Síldveiðm 1958
Heildaraflinn á síldveiðunum
norðan- og austanlands í sumar
er talsvert minni að magni nú en
í fyrra, hinsvégar er síldarsölt-
unin nú miklu meiri en þá, en
bræðslusíldaraflinn að sama
skapi minni.
Samkvæmt skýrslum Fiskifé-
lagsins nam bræðslusíldaraflinn
hinn 23. ágúst 221.445 málum,
og söltunin 288.297 tunnum. —
Verðmæti afurðanna mun nú
vera um 20 til 30 milljón krón-
um meira en í fyrra, eða kr. 130
—140 milljónir móti 110 milljón-
um í fyrra án útflutningsupp-
bóta.
Meðalaflaverðmæti hvers
hringnótaskips er um kr. 340.000.
Meðal aflahlutur háseta á hring-
nótaskipum mun hafa numið um
kr. 13.600, en kauptrygging hjá
hásetum nam um kr. 5.000 á
mán. að meðtöldu orlofi.
Síldarstúlkur og karlmenn, sem
unnu á síldarsöltunarstöðvum,
höfðu yfirleitt mjög góða af-
komu. Síldarstúlkurnar báru úr
býtum kr. 5—10.000 kr. á 6—8
vikum og karlmennirnir tvöfalt
meira, enda er tímavinna miklu
hærri hjá þeim en kvenfólkinu.
Verkamenn, sem unnu hjá
síldarverksmiðjunum báru hins
vegar minna úr býtum vegna
þess hve lítil síld barst til verk-
smiðjanna, en margir gátu bætt
sér það upp með því að vinna í
eftir-, nætur- og helgidagavinnu
á söltunarstöðvunum.
Tvær nýjar síldarverksmiðjur
voru reistar í sumar, önnur á
Vopnafirði en hin á Norðfirði,
hvor með um 2000 mála afköst
á sólarhring. Reisa hreppsfélög-
in á þessum stöðum verksmiðj-
urnar með tilstyrk ríkisins.
Síldarverksmiðjur ríkisins á
Siglufirði komu þar upp stöð til
vinnslu efna úr síldarsoði og get-
ur stöðin unnið efni úr soði frá
10000 málum síldar á sólarhring.
Óhætt mun að telja síldarver-
VlKINGUR
tíðina, sem lokið er, einhverja þá
erfiðustu, sem komið hefur síðan
Islendingar hófu fyrir alvöru
þátttöku í síldveiðum fyrir rúm-
um 50 árum, skömmu eftir að
Norðmenn höfðu tekið herpinót-
ina í notkun við strendur Islands
árið 1904.
Þetta sumar mætti nefna þoku-
sumarið, vegna nær látlausrar
þoku og kulda á miðunum. Einn-
ig hefur oftast verið kaldi eða
stinningskaldi með þokusúldinni
svo að ekki hefur verið hægt að
athafna sig við veiðarnar, því að
eins og kunnugt er þarf að vera
sæmilegt veður til þess að hægt
sé að veiða síld í herpinót, öðru
nafni snurpunót eða hringnót.
Hringnót er herpinót, ætluð fyr-
ir einn nótabát, og eru flest ísl.
síldveiðiskipin nú búin hringnót
með einum nótabát, vegna þess
að með því móti þarf skipshöfn-
in ekki að vera nema 10 manns
í stað 16—18, ef notuð er herpi-
nót með tveimur nótabátum. Þá
verður aflahluturinn einnig
hærri þegar aflanum er skipt í
færri staði.
1 sumar hafa síldartorfurnar
vaðið lítið sem ekki á yfirborði
sjávar og torfurnar því ekki sést
með berum augum, heldur hafa
þær fundist með asdic-tækjum og
öðrum mælitækjum. Þeir skip-
stjórar, sem leiknir eru í með-
ferð þessara tækja, hafa borið af
um aflabrögð, en hinir, sem ekki
hafa haft tækin eða af einhverj-
um ástæðum ekki beitt þeim sem
skyldi, hafa aflað miklu minna
og sumir lítið sem ekkert.
Mikil reynsla og dugnaður
hafa ekki komið að haldi hjá
þeim, sem vantaði hin nýju tæki
eða kunnu ekki með aþu að fara.
Með aðstoð hinna nýju tækja
hafa náðst síldartorfur, sem ver-
ið hafa allt að 18 faðma undir
yfirborði sjávar.
Þá hafa nælon og marlon næt-
ur sýnt mikla yfirburði í sumar,
þrátt fyrir það, að í útbúnaði
þessara nóta hafa sumstaðar
komið fram gallar, sem bæta má
úr fyrir næstu vertíð.
Aðal annmarkinn á þessum
nótum er sá, hve dýrar þær eru
í stofnkostnaði, kosta þær meira
en tvöfalt verð gömlu baðmullar-
nótanna.
Síldarleitarflugvélarnar tvær
komu að litlu gagni í sumar
vegna þokunnar og þess hve síld-
in óð lítið þá sjaldan að leitar-
veður var. Undanfarin sumur
hefur síldarleit fíugvélanna oft
komið að ómetanlegu gagni.
Síldarleitarskipin ,,Ægir“ og
,,Rán“ létu síldveiðiflotanum í té
mikilvægar upplýsingar um síld-
argöngurnar, átu og fleira, eink-
um „Ægir“, sem útbúinn er
mjög fullkomnum asdic-tækjum.
Síldveiðin í sumar hófst hinn
17. júní. Fyrsta síldin veiddist á
Strandagrunni og fyrstu 10 dag-
ana var veiðin eingöngu á djúp-
miðum. Þessi síld var stór og feit
en svo langt sótt, að sigling með
hana til hafnar á Siglufirði tók
5—20 klukkustundir og vega-
lengdin var fi'á 40—130 sjómílur,
oftast 80—90 sjómílur.
Síðast í júní veiddist nokkur
síld á Skjálfanda og Grímseyjar-
sundi, en á austursvæðinu aflað-
ist engin sild svo heitið gæti fyrr
en 11. júlí, enda var þar látlaus
þokusúld fyrstu þrjár vikur síld-
veiðitímans.
Hinn 11.—19. júlí barst svo
mikil síld til söltunar á Raufar-
höfn, að söltunarstöðvarnar
höfðu ekki undan. Þegar veður
leyfði var nokkur veiði á austur-
svæðinu við Sléttu á Þistilfirði
og við Langanes fram til 10.
ágúst, en eftir það veiddist nær
eingöngu millisíld og smásíld
sunnan Langaness, mest sunnan
Glettingaraess, og var sú síld
mögur og ekki söltunarhæf.
T. d. hefur það skipið, sem afl-
að hefur mest verðmætis, ,,Víðir“
II. G. K. 275, fengið afla fyrir
um kr. 1.580.000, eða framundir
fimmfaldan meðal afla hring-
nótaskips, en þau 10 skip, sem
minnst hafa veitt, hafa aðeins
aflað fyrir um kr. 150.000 sam-
203