Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1958, Blaðsíða 7
en hitt sunnan hennar vestarlega
á lóninu. Norðantil á höfninni lá
Hamborgarfarið og beindi skot-
hríð að skipi Jóns Wllers, en á
landi beið lið Hans Ludtkins al-
búið að taka á móti Englending-
um, ef þeir reyndu að yfirgefa
skipin.
Allan þriðjudaginn sátu Eng-
lendingar í herkví á skipum sín-
um og biðu flæðar á miðviku-
dagsnóttina, en þá ætlaði Jón
Willers að gera nýja tilraun til
þess að ná skipi sínu út, en til-
raunin misheppnaðist. Vindur
var norðlægur og skipið hrakti
einungis lengra upp á grynning-
arnar. Hins vegar tókst áhöfn-
inni á Önnu frá Harwich að ná
skipinu út á flóðinu og leggja því
við akkeri, og létu Þjóðverjar
það afskiptalaust. Anna komst
ekki úr höfninni nema með því
að sigla rétt hjá Hamborgarfar-
inu, og Þjóðverjar vissu, að Eng-
lendingum þótti sú leið ekki
greiðfær, eins og sakir stóðu.
Öðru hverju kallaði Ludtkin til
Englendinga að gefast upp skil-
yrðislaust, aðstaða þeirra væri
vonlaus. Allar heimildir gefa til
kynna, að Englendingar hafi ver-
ið nokkru liðfleiri en Þjóðverjar
í þessari orustu, en hamingjan
var þeim ekki hliðholl, og á mið-
vikudagsmorgun tilkynntu þeir
Jón Willers og Robert Legge, er
tekið hafði við stjórn á önnu frá
Harwich eftir fall Thomasar
Hamonds skipstjóra, að þeir
væru fúsir að koma til friðar-
samninga. Þegar þeir voi*u komn-
ir um borð í Hansafarið, kúgaði
Ludtkin Smith þá til þess að
bjóða skipshöfnum sínum að láta
öll vopn af hendi við Þjóðverja.
Þessu var hlýtt, og voru vopnin
flutt um borð í skip Ludtkins. Að
því búnu skipaði hann mönnum
sínum að fara um borð í skipið
Thomas frá Húll og tæma það af
öllu fémætu. Skipið stóð nú að
mestu á þurru um fjöru, svo að
Þjóðverjum var greið leið að
skipinu, en Englendingar sner-
ust enn til varnar, þótt þeir
hefðu fátt vopna. Ludtkin lét þá
höggva gat á byrðinginn og
menn sína ganga þá leið inn í
VÍKINGUR
Gamlar búðarústir við Básenda.
skipið og ræna. Nú var ekki um
annað að gera fyrir áhöfnina en
flýja á land upp. Þar umkringdu
Þjóðverjar þá og tóku tvo þeirra,
sem þeir töldu sakbitnasta fyrir
margs konar ofbeldisverk, m. a.
fyrir að hafa átt drjúgan þátt í
að sökkva Hamborgarfarinu
norður á Eyjafirði árið 1529.
Þessa menn lét Ludtkin háls-
höggva, en misþyrmdi öðrum
tveimur og skilja þá eftir klæð-
lausa, nær dauða en lífi.
Meðan á þessu gekk, fékk skip-
ið Anna frá Harwich að liggja
í friði á höfninni við Básenda.
En nú kom röðin að því. Meðan
orustan stóð, sendiLudtkinsendi-
boða til Hafnarfjarðar og bað
þýzka kaupmenn í firðinum að
koma til Básenda og gera um
deilur sínar og Roberts Legge og
félaga hans. Þeir bregða við og
koma til Básenda, en þar var Ro-
bert Legge neyddur til að skrifa
undir skýrslu, sem Þjóðverjar
sömdu um atburðina, en einnig
urðu þeir að afhenda allan varn-
ing sinn úr skipinu og greiða 40
lestir skreiðar í skaðabætur.
Skreiðina afhenda þeir þann 16.
maí, og fengu þeir þá að halda
skipi sínu og töldust lausir allra
mála fyrir þátttöku í orustunni
að Básendum. Eftir það sigldu
þeir burtu, en Erlendur lögmaður
Þorvarðarson lét tylftardóm
ganga um „skip það og góss, sem
rak á land við Básenda í bardaga
milli Ludtkins Smiths og Jóns
Willers“ og dæmist það réttilega
fallið undir konung.
Þar með voru þessir atburðir
úr sögunni í bráð, en ýmsir aðrir
áttu eftir að gerast. Seint í apríl
kom skipið Thomas frá Lundún-
um að Rifi á Snæfellsnesi, en þar
lá fyrir Hamborgarfar á sama
hátt og við Básenda. Englend-
ingar gerðu út bát á fund skip-
stjórans á Hansaskipinu og báðu
leyfis að mega koma inn á höfn-
ina, en fengu synjun. Þá héldu
Englendingar til Grundarfjarðar
og lágu þar í þrjár vikur og
veiddu og verzluðu. Að þeim
tíma liðnum kom þar skip frá
Brimum ásamt Hamborgarfar-
inu, sem lá við Rif. I þrjá eða
fjóra daga lágu Hansaskipin á
Grundarfirði og höfðust ekki að,
en þann 20. maí lögðu þau að
landi. Fjörutíu eða fimmtíu
manns gengu af skipunum og
héldu þangað, sem Englendingar
voru með búðir sínar. Þjóðverjar
réðust með alvæpni inn í búðirn-
ar, brutu upp kistur kaupmanna
og höfðu allt fémætt á braut með
sér. Síðan fóru þeir um borð í
enska skipið og tóku þaðan öll
vopn og skotfæri.
Hér er um beint rán að ræða,
en nú voru nýir og miklu alvar-
legri atburðir á döfinni. Til er
staðfest afrit, en ódagsett, af
bréfi þýzkra skipstjóra og kaup-
manna í Hafnarfirði til ráðsins
í Hamborg. Þar segir, að Eng-
lendingar í Grindavík hafi tekið
fisk, sem Hansamenn höfðu
keypt og greitt. Þjóðverjar segj-
ast vilja, að ráðinu sé kunnugt,
að þeir ætli að ná fiskinum með
valdi og leggja líf og góss í söl-
urnar. Þeir æskja liðsstyrks og
bjóða ráðinu hluta í herfanginu.
Um Grindavíkurstríðið verður
fjallað í næsta blaði.
183