Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1958, Blaðsíða 30

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1958, Blaðsíða 30
SJDMANNABLAÐIÐ V í K I N G U R ÚTGEFANDI: F. F. 8. í. — RlUrtJórl Halldór Jónsson — Rltnefnd: Eglll Hjörvar, Þorkell Sigurðsson, Geir Ólafs- son, Henry Hálfdánsson, Jónas Guðmundsson, Guðbjartur Ólaísson, Theodór Gislason, Fáll Þorbjömsson. — Blaðið kemur út einu sinni í mánuði, og kostar árgangurinn 80 kr. — Ritstjóm og aígreiðsla er 1 Flskhöllinnl, Reykjavík. — Utanáskrift: „Vikingur". Pósthólf 425. Reykjavik. Síml 1 56 53. - Prentað í Ísaíold. son og drengurinn komu upp, og reyndi að knýja fram bros á fölu andlitinu. •— Týndu saman spjar- irnar mínar, sagði hann við dreng- inn, — áður en þær vökna. Dreng- urinn gekk frammá, þar sem flug- maðurinn hafði farið úr stígvélun- um og sokkunum. Gregson beygði sig yfir flug- manninn. — Geturðu hreyft þig? sagði hann. — Aðeins ofurlítið, meðan ég tek undir þig? — Hvernig hefur Messner karl- inn það? Misstuð þið hann? — Svona, sagði Gregson. — Bara varlega meðan ég held undir þig. — Guð minn, ó, guð hjálpi mér, stundi hann lágt og beit saman tönnunum. Regnið streymdi í andlit honum og hárið var rennvott. Kval- irnar afmynduðu andlitið, svo að öll ásýnd hans var tryllingsleg. Snögglega breiddi Gregson ábreið- una yfir andlit, hans, lyfti honum upp og færði hann yfir á börurnar. Flugmaðurinn gaf ekkert hljóð frá sér, og þannig báru Gregson og drengurinn hann niður, og regnið jókst í kjölfar suðvestanvindsins og greindi dökkrauða blóðflekkina á þilfarinu sundur, svo þeir urðu ljós- rauðir. Drengurinn birtist brátt uppi á <$>----------------------*-------<$> Breta aldrei byssan góð Breta aldrei byssan góð brýtur andans vigur. Því mun vit en vopnlaus þjóð vinna á þeim sigur. Til að eignast gullið gjald gerast þeir nú bjánar. Nota til þess vopnavald og verða sér til smánar. Þó þeir syngi í þessum dúr þeir fá einskis notið. Þennan litla þjóðar múr þeir geta ekki brotiJð. Þeirra er að þrjóta vald það fer að líða að kveldi; nú er eilíft undanhald á öllu Bretaveldi. Þegar af móði mætti valds minna gera að flíka, Við óskum þeim góðs undanhalds af Islandsmiðum líka. H. B. 5. 9. 1958. þilfari á ný og tók að safna saman hálftæmdum tebollunum. í þetta sinn leit hann ekki á hrúgaldið, sem eitt sinn hafði verið vélstjórinn, og blóðið, þar sem flugmennirnir tveir höfðu legið, hafði ekki meiri áhrif á hann en það blóð, sem hann hafði svo oft séð á gólfinu í fiskverkun- arstöðvunum. Allar hugsanir hans snerust nú um sjónaukann. Hylkið var mjög vott af sjó, og hann tosaði kíkinn út með erfiðismunum. Er hann hafði náð honum, flýtti hann sér að bera hann upp að augunum og beindi þeim yfir sjóinn gegnum þétt, grátt regnþykknið. Af ein- hverjum ástæðum, annaðhvort vegna þess að sjór hafði komist í linsurnar eða af þvi að sjónaukinn var ekki réttilega stilltur fyrir sjón hans, sá hann ekkert í kíkinum, nema gráa móðu. Það var mjög ó- líkt þeirri dýrð, sem hann hafði bú- ist við að sjá. Það fór kuldahrollur um hann. Hann flýtti sér að setja sjónaukann aftur íhylkið, tíndi saman bollana og hraðaði sér niður. Niðri hafði nýtt vandamál komið á daginn. Hann heyrði Gregson muldra óþýðlega innan úr myrkra- skonsunni, þar sem Jimmy . hafði jafnan verið í stríði sínu við vélina: — Þekkirðu nokkuð inná vélar, Snowy ? Drengurinn lét bakkann með te- bollunum og sjónaukann á káetu- borðið. Flugmennirnir lágu sitt hvoru megin við það, flatir á gólf- inu. Englendingurinn með augun aftur, og Þjóðverjinn leit ekki á sjónaukann. Hann sneri sér aftur til Gregsons. Gregson komst með engu móti inn í hið þrönga vélarrúm. Hann hafði með naumindum troðið sér hálfum inn og virti vélina fyrir sér með hjálparvana þunglyndissvip, strauk hana varlega með olíutvisti, eins og það myndi hjálpa henni af stað. — Maður snýr þessari bölvaðri sveif, það er allt, sem ég veit. — Það ætti að vera einfalt, sagði drengurinn. — Ef ég get komið henni í. — Hann vildi aldrei leyfa nein- um að koma nærri henni, sagði Gregson. Hann var ekki enn í sátt við Jimmy vegna vélarinnar. — Leyfði engum að snerta hana. Leit á hana sem sitt einkamál. Drengurinn sá í huga sér Jimmy liggja sem blóðugt hrúgald á þil- farinu, og hann sagði snögglega: — Ég veit að maður svissar henni á hér. — Nú, komdu þá og gerðu það. Gregson færði sinn mikla skrokk um set svo að drengurinn gat smog- ið inn í vélarrúmið, og honum veitt- ist furðulega létt að hreyfa sig þar um. Honum fannst ábyrgðartilfinning sin hafa stórum aukist við alla þessa geigvænlegu atburði: návist dauðans, sjónaukinn, særðu flug- mennirnir, og nú síðast vélin. Hann hafði alltaf litið á vélina sem heil- aga. Hana mátti ekki snerta. Hún heyrði Jimmy til; gallar hennar og leyndardómar voru órjúfanlega tengdir vélamanninum. Hann tróð sér inn með vélinni og þrýsti nálinni í blöndungnum upp og niður. Hann hafði séð Jimmy fara svona að. Utan á vélinni voru alls konar vírar strengdir og hvar- vetna gat að líta ýmis konar furðu- legan útbúnað, sem Jimmy hafði komið fyrir, svo að vélin virtist einna helzt minna á ófullgerða upp- finningu. Einum hinna mörgu víra var vafið um innsogið. Það var nauðsynlegt að toga í hann og vef ja honum á sérstakan hátt um krók, sem var frumsmíð Jimmys, og hreyfa ekki við honum nema vélin gengi of hratt. Vélinni átti síðan að snúa tvo snúninga, áður en svissað var á. Gregson horfði á drenginn gera þetta allt og sagði lágum, und- arlegum rómi: — Við þurfum að komast fljótt inn. Þú veizt það. Drengurinn kinkaði kolli, og nú mundi hann eftir því, að hann hafði eiginlega enga hugmynd um hvað raunverulega hafði gerzt uppi á þilfari. — Hann flaug svo djöfull lágt, VÍKINGUR 206

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.