Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1958, Blaðsíða 28
tals. Meðal afli á skip talin í
tunnum og málum er um 1.200
uppsaltaðar tunnur og 1000 mál,
eða um fimmti hluti af því sem
aflinn var á hvert skip síðasta
góða aflaárið 1944, þrátt fyrir
stærri og betur útbúin skip nú.
Hefði slíkt sumar komið fyrir
4—5 árum, áður en hin nýju
tæki komu til sögunnar, hefði
síldaraflinn orðið sama og eng-
inn. L
Reynslan á síldveiðunum í
sumar sannar það, að það gildir
það sama um þenna atvinnuveg
eins og flesta aðra atvinnuvegi í
nútíma þjóðfélagi, að án full-
kominna tækja og kunnáttu er
vonlaust að ná góðum árangri.
Ymislegt annað hefur einnig úr-
slitaþýðingu eins og aðstæðan til
þess að afla hráefnisins, verð
þess og afurðanna, og síðast en
ekki síst veðráttan, en henni höf-
um vér íslendingar alltaf verið
háðir í landi voru og verðum það
væntanlega enn um skeið.
Snœfell frá Akureyri aflahœst
Snæfell frá Akureyri varð að
þessu sinni aflahæsta skip síld-
veiðiflotans með rúmlega 10.000
mál og tunnur, samkv. skýrslu
Fiskifélags. Islands.
Bjami Jóhannesson hefirverið
verið skipstjóri á Snæfelli í 6 ár
og þrisvar orðið aflakóngur, ár-
ið 1952, þá á Akraborg, 1957 og
svo í þriðja sinn nú í sumar.
r -------------------------------
VeSráttan í sumar?
Hún hefur eyðlagt þessa ver-
tíð fyrir flestum, segir Bjami.
Sjaldan var gott veiðiveður heil-
an dag, hvað þá meira. Norðan-
áttin hefur verið ríkjandi frá
því um áramótin í fyrra. Aðeins
fyrstu daga síldveiðanna mátti
heita gott veður.
Bjarni
Jóhannesson
aflakóngur
1958.
Hvernig hagaSi síldin sér.
Hún gekk mun grynnra en í
fyrrasumar og fyrirfarandi sum-
ur. En hún brást að mestu á
svæðinu frá Grímsey að Langa-
nesi og eins við Kolbeinsey.
En síldarmagnið í sjónum,
mi'öaó við fyrirfarandi ár?
Um það getur maður lítið sagt.
Hitt er aftur á móti víst, að hún
lét fremur lítið sjá sig. 1 sumar
hefði ekki orðið nein teljandi
veiði, ef hin nýju leitartæki hefðu
ekk verið fyrir hendi.
Hvað heldur þú að ráði mestu um
hinn mikla aflamismun s Icipanna ?
Þeir, sem fram úr skara með
aflann, munu kunna betur en
aðrir að nota hin nýju hjálpar-
tæki. Mér er heldur ekki grun-
laust um að ábótavant sé um nið-
ursetningu þeirra í sumum bát-
um og auðvelda þau þá ekki síld-
arleitina sem skyldi.
Hefur þú asdictæki einnig í
snurjm b átunum ?
Já, í öðrum þeirra og ég tel
það mjög hagkvæmt.
Hvaö fékkstu mest í kasti?
Við fengum einu sinni 1206
tunnur út af Digranesi. Það er
svo sem ekkert sérstakt við það,
nema að þessi síld var öll söltuð,
„hver einasta padda“.
En ufsinn?
Síðustu dagana fengum við 75
tonn af ufsa. Þar af fengum við
52 tonn við Hamarsborða á Hag-
nesvík. Við lögðum hann upp á
Sauðárkróki og lítils háttar í
Hrísey.
Snæfell er eign Útgerðarfélags
KEA á Akureyri og smíðað í
Skipasmíðastöð KEA fyrir hálf-
um öðrum áratug. Fyrsti skip-
stjóri þess var Egill Jóhannsson
og allt þar til Bjarni Jóhannes-
son, núverandi skipstjóri, tók við
því fyrir 6 árum. Snæfell hefur
verið mikið happaskip.
(Dagur, Akureyri).
ÚTGERÐARMENN — VÉLSTJÓRAR
VANDIÐ VAL A SMURNINQSOLlUM
SOCONY MOBIL OIL COMPANY /NC.,
BÝDUR ÁVALL ÞAÐ BEZTA
FYRIR DIESELVÍ3LAR: D. T. E. Marine Oil, nr. S—4 og 6
FYRIR HRAÐGENGAR VÉLAR: Delvac Marine Oil 920—930 og 940
FYRIR ALLAR BlLA- OG BENZÍNVÉLAR: Mobilolíur 8AE 20—80—40 og 50
Þetta merki trygglr gteSln.
H. BENEDIKTSSON H. F.
HAFNARHVOLI — RBYKJAVÍK
204
VÍKINGUR