Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1958, Blaðsíða 22

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1958, Blaðsíða 22
hjúkrunarkona. Viljið þér hjálpa mér og útvega mér tvo farmiða til Honolulu, svo að hún geti far- ið þangað með móður sinni sér til hressingar?Læt ég svo nokkra peninga með farmiðunum, svo að þær hafi fyrir nauðsynlegustu útgjöldum á ferðalaginu. Við sjómennirnir höldum alltaf sam- an, og við verðum að sjá um, að þær hafi gott af þessu ferðalagi. Guð hjálpi yður svo, ef hún finn- ur út, hvaðan farseðillinn og pen- ingarnir eru“. Ég gerði yfir- hjúkrunarkonuna að trúnaðar- manni mínum og viku seinna var litla hjúkrunarkonan á leiðinni til Honolulu með móður sinni. Skipstjórinn ljómaði allur af á- nægju, og minnti hann mig aft- ur á, að ég mætti ekkert segja. Næsta dag kom ný hjúkrunar- kona á deildina. Hinar sögðu henni allt um skipstjórann. Kom þá glampi í dökk augu hennar. „Faðir minn hefur verið sjómað- ur í mörg ár, og ég hef oft siglt með honum. Ég þekki þessa gömlu sjómenn. Lofið mér að leysa af hjá honum í kvöld, þeg- ar hjúkrunarkonan hans fer í miðdaginn. Og ef þið heyrið ein- hvern hrópa á hjálp, þá er það ég. Kl. 5 hringdi skipstjórinn og nýja hjúkrunarkonan fór inn til hans. „Hvað er þetta, er nú kom- inn nýr messadrengur aftur?“ hrópaði hann. „Hvernig er það, eru allir að verða vitlausir hérna á skipinu? Maður veit aldrei, hver kemur inn, þegar maður hririgir. Hvar er hjúkrunarkonan mín og hver eruð þér?“ Hjúkr- unarkonan gekk að fótagaflinum á rúminu hans og horfði beint framan í hann, án þess að blikna. „Þér getið farið norður og niður, gamli karlskrjóður", sagði hún. „Annaðhvort talið þér almenni- lega við mig eða yðar gamli ket- ill springur í loft upp mín vegna. Ég tek hundavaktina sem hjúkr- unarkona yðar í nótt. Og ef þér ekki setjið þessi grófu orð yðar niður í lest og haldið þeim þar, kem ég aldrei meira, það getið þér bölvað yður upp á“. Gamli maðurinn tók andköf og hrópaði: „Yndislegur kvenmað- ur. Þetta eru þau fyrstu almenni- legu orð, sem ég hef heyrt frá kvenmanni í langan tíma. Hvað heitið þér? Farið ekki frá mér. Verið nú svo góðar og setjið draslið mitt þama inn í skápinn og stoppið svo í pípuna mína fyr- ir mig“. Næsta dag sagði hann mér þetta allt saman. Hann var afar ánægður yfir að hafa nú fundið kvenmann, sem talaði hans eigið sjómannsmál. Sunnudaginn 7. desember 1941 sat ég við rúmið hjá skipstjór- anum og hlustaði á fyrstu út- varpstilkynninguna um árásJap- ana á Pearl Harbor. Ég hélt, að gamli maðurinn mundi fá slagtil- felli, þegar hann heyrði þetta. Hann tútnaði allur út og var eitt blóðstykki í andlitinu. Því næst gaf hann tilfinningum sínum lausan tauminn í orðum. Ég hlustaði steinhissa á alla þá endalausu romsu af blótsyrðum og formælingum í garð Japana. Loksins byrjaði hann að tala um sjálfan sig. „Ég er eins og gam- all, strandaður skipsskrokkur. Ég, sem var skipstjóri á herskipi í síðasta stríði og ætti nú að berj- ast aftur fyrir landið mitt“. Allt í einu var hann svo undarlega rólegur. Skipstjóri verður að hugsa sig rólega um, þegar hann stendur augliti til auglitis við hætturnar. Augnablik eftir lok- uðust augu hans og hann féll í svefn. Þegar ég kom næsta dag yfir á deildina, rakst ég þar á Súsan, dökkeygu hjúkrunarkonuna, sem hafði leikið á skipstjorann með sjómannsmáli sínu. En nú var enginn glampi í dökkum augum hennar, en þau stóðu full af tár- um. „Ég er að yfrgefa spítal- ann“, sagði hún. „Ég hef látið rita mig inn sem hjúkrunarkona í sjóherinn. Gamli skipstjórinn kallaði á mig í gærkveldi og lagði hendurnar á axlir mínar og sagði að hann tæki mig eins og dóttur sína og ég ætti að láta innrita mig í herinn og gera það sem ég gæti fyrir þá særðu og fyrir hann. Og ég er að fara núna“. Skipstjórinn var hálfgrafinn í dagblöðum, þegar ég kom inn til hans rétt á eftir. Ég komst ekki hjá að taka eftir að gömlu, daufu augun hans ljómuðu aftur eins og þau hefðu gert í gamla daga, þegar stormurinn hvein í skipi hans. „Útvegið mér einkaritara", sagði hann, „það er nokkuð, sem ég þarf að gera, áður en ég létti akkeri. En það liggur ekki á“. Hann hafði aðeins krafta til að vinna nokkra tíma hvern for- miðdag, því að verkir og þreyta yfirbuguðu hann. Borðið hjá honum var allt þakið bréfum. Stundum var hann svo þreyttur, að ég varð að undirskrifa bréfin fyrir hann. Næstum öll bréfin voru þakklæti til fólks, sem hann hafði séð nafn á í dagblöðunum fyrir hetjudáð, sem það hafði unnið fyrir land og þjóð. Eitt var til móður í Alabama, sem var byrjuð að vinna aftur, svo að sonur hennar gæti innritast í herinn. Svo sendi hann mörg bréf til gamalla skipsfélaga, sem ennþá voru nógu ungir til að fara sem sjálfboðaliðar í herinn og hótaði hann þeim öllu illu, ef þeir biðu með það, þangað til þeir væru kallaðir. Eg reyndi ekki að stoppa hann. Hann var ánægður aftur, þó að kraftarnir þverruðu með hverjum degi sem leið. Eitt kvöld kallaði yfirlæknir- inn mig inn til sín og sagðist ekki vita, hvað hann ætti að gera við gamla skipstjórann. „Hann er að kafsigla allan spítalann. Ég vildi óska, að hann léti þetta bitna á einhverjum öðrum stað. Hann er búinn að fá átta af okkar beztu hjúkrunarkonum til að fara að dæmi Súsans og ganga í herþjón- ustuna og tveir af varalæknun- um eru líka farnir í herinn af áeggjan hans. Það næsta verður, að hann heimtar að ég fari líka í herþjónustuna“. Einn eftirmið- dag gekk ég niður að höfninni, sem ég í mörg ár hafði eytt nokkru af frítímum mínum við að skoða. Nú var höfnin næstum tóm. Ég gekk niður að skipi, sem VÍKINGUR 198

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.