Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1980, Page 8
Störf sjómanna aldrei
metin sem skyldi
— rætt vid Ingólf Falsson, nýkjörinn forseta F.F.S.I.
Það er í mörg horn að líta hjá
forseta Farmanna- og fiski-
mannasambands íslands. Innan
vébanda sambandsins eru fimm-
tán félög skipstjórnarmanna, vél-
stjóra, bryta og loftskeytamanna
víðs vegar á landinu, og félags-
menn þeirra eru bæði far- og
fiskimenn. Eins og sjá má af
ályktunum síðasta þings F.F.S.Í.
eru þeir margir málaflokkarnir
sem sambandið lætur sig skipta,
og mörg málin sem forseti verður
að reka og hafa hönd í bagga með,
jafnvel þótt kjarasamningar séu
ekki á döfinni. Við hittum Ingólf
Falsson, nýkjörinn forseta sam-
bandsins ekki alls fyrir löngu og
röbbuðum við hann um ýmis þau
mál, sem efst eru á baugi hjá
F.F.S.Í. þessa dagana.
Fyrst bar á góma stjórnun fisk-
veiða.
— Við gerum okkur fyllilega
grein fyrir því að það þarf að
byggja upp fiskistofnana, sagði
Ingólfur. — Því styðjum við
stjórnun fiskveiða og virðum til-
lögur fiskifræðinga eins og okkur
finnst fært hverju sinni. Lítum t.d.
á samþykkt síðasta þings okkar
þar sem stefnt er að svipuðum
hámarksafla og síðast veiddist,
eða 340 þúsund tonnum. Þessi
samþykkt á tvímælalaust rétt á
sér, þegar litið er á tillögur fiski-
fræðinga fyrir 1979, en þær hljóð-
uðu upp á 280 þúsund tonna há-
marksafla, en hann varð í raun
340 þúsund tonn. Nú leggja þeir
hins vegar til 300 þúsund tonna
hámarksafla, eða 20 þúsund
tonnum hærri afla en 1979, svo
8
ekki virðast þau 340 þúsund tonn
sem veiddust í fyrra hafa gengið
meira en svo á stofninn, að þeir
vilja auka veiðina í ár um 15%.
Okkar tillögur komu fram áður en
fiskifræðingarnir komu með sínar
og við teljum þær fyllilega ábyrg-
ar.
En það er annað í sambandi við
fiskfriðun, sem mig langar til að
benda á, og sem ég held að fólk
geri sér ekki almennt grein fyrir,
og það eru fjárhagslegar afleið-
ingar hennar fyrir sjómenn. Allar
stöðvanir þýða beina kjaraskerð-
ingu fyrir sjómenn, því þeir eru
kauplausir meðan friðunin stend-
ur yfir. Þessu mætti líkja við það,
að skrifstofufólk væri sent kaup-
laust heim í nokkrar vikur meðan
lítið væri að gera. Nú verður til
dæmis 10 daga stopp um páskana,
og sjómenn verða kauplausir á
meðan. Það eru engar stéttir í
landinu settar undir þetta aðrar en
sjómenn, og að vissu marki út-
gerðarmenn.
— En víkjum að loðnuveiðinni.
Nú ályktaði þing F.F.S.Í. að veiða
mætti 400 þúsund tonn á vetrar-
vertíð.
— Rétt er það. En stjórnvöld
heimila 100 þúsund tonna veiði
núna og að veiðarnar verði stopp-
aðar með tveggja sólarhringa
fyrirvara. Nú er ekki vitað hvernig
til tekst með veiðarnar. Ef allt
verður eðlilegt er skammt í það að
veiðunum ljúki. Síðan er ákveðið
að leyft skuli að veiða 150—180
þúsund tonn til frystingar og
hrognatöku, en sú veiði hefst ekki
fyrr en um mánaðamótin febrú-
Ingólfur Falsson
ar—mars og er háð ýmsum
óvissuþáttum, svo sem tíðarfari
meðan loðnan gengur upp að
landinu og óvissu í dag varðandi
sölu á hrognum. En ef veiðin
gengur að óskum þá er henni lok-
ið í mars og loðnuflotinn hefur þá
ekkert að gera fyrr en í ágúst á
þessu ári. Það er oft og mikið talað
um tekjur loðnusjómanna. Það er
rétt að þær eru dágóðar meðan á
veiðunum stendur, en útlit er fyrir
að þær standi aðeins tvo mánuði
fyrstu sjö mánuði ársins. Mann-
skapurinn er bundinn bátunum,
sem flestir eru vanbúnir til ann-
arra veiða, þannig að þegar upp er
staðið þá eru tekjur loðnusjó-
mannanna ekkert til að hrópa
húrra fyrir.
En svo að ég víki að síldinni þá
ályktaði þing okkar að auka bæri
síldveiðar verulega á næsta hausti
og er sú ályktun byggð á þeirri
VÍKINGUR