Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1980, Page 9

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1980, Page 9
skoðun okkar manna, sem best til þekkja, að verulegt magn af síld hafi verið á miðunum á síðasta hausti. En það her að varast að fjölga bátum sem veiðarnar stunda þótt magnið aukist, því tryggt verður að vera að bæði sjó- menn og útgerð hafi afkornu af því að veiða síldina um leið og tillit er tekið til þess að hér er um tímabundna veiði að ræða varð- andi bæði markaði og fitu fisksins. Þó má segja að með fjölbreyttari vinnsluaðferðum megi orðið selja horaðri síld en áður var hægt, t.d. þá sem unnin er í súrlappa. — Nú hafa öryggismál sjó- rnanna jafnan verið ofarlega á baugi hjá F.F.S.Í. — Það er rétt að öryggismálin hafa verið stór málaflokkur á þingum okkar frá upphafi, enda snerta þau alla sjómenn og sjófar- endur. Og vissulega hafa orðið breytingar til hins betra á síðustu árum hvað varðar öryggi sjó- manna um borð. En aðra sögu er að segja um þá hlið öryggismála, sem snýr að vitamálum og öryggi við strendur landsins. Vitalögin eru frá 1933 og í þeim er gert ráð fyrir því í sjöundu grien, að „Vitamálastjóri gerir árlega, í samráði við forstöðumann stýri- mannaskólans í Reykjavík, for- seta Fiskifélags íslands og forseta Farmanna- og fiskimannasam- bands íslands, tillögur og áætlun um fjárveitingar úr ríkissjóði til vitamála.“ Þessi nefnd hefur ekki komið saman sl. fimm ár, og verður það að segjast um vita- málastjóra að hann hafi takmark- aðar skoðanir á þessum málum. — En varðandi öryggi um borð. Fylgjast skipstjórnarmenn nógu vel með því, að öryggis áhafnar sé gætt eins vel og kostur er, t.d. í sambandi við notkun ýmissa ör- yggistækja um borð, svo sem eld- varnartækja og björgunarbáta? — Þetta er að sjálfsögðu ákaflega einstaklingsbundið, en samt held VÍKINGUR ég að segja verði að nokkur mis- brestur sé á þessu, og að öryggis sé ekki nógu vel gætt á mörgum bát- um. Árlega fer fram skoðun á ör- yggisútbúnaði báta og skipa, en allt of lítið er gert af því að kenna áhöfnum notkun þeirra. Slysa- varnafélagið hefur á undanförn- um árum farið víðs vegar um landið og kynnt notkun gúm- björgunarbáta, en því miður hafa sjómenn sótt þessi námskeið slæ- lega. Það getur verið að sjómenn ofmeti öryggið, sem í því er fólgið að hafa gúmbjörgunarbáta um borð. Það kom fram í rannsókn- inni á reki gúmbjörgunarbáta, sem gerð var 1978 að öryggi þeirra er minna en almennt var haldið, og það er furðulegt að fenginni reynslu að elstu bátarnir skuli ekki vera kallaðir tafarlaust inn, því það er vitað að himnarnir á þeim eru ónýtir. Varðandi þetta og fleiri atriði má segja að samband vanti milli þeirra aðila, sem með ör- yggismál fara og skipaskoðunar ríkisins. — Hvað er að gerast varðandi kjaramál sjómanna? — Það er staðreynd, að engin stétt önnur en sjómenn hefur jafnoft fengið á sig lög og kjara- dóma varðandi kjarasamninga. Það er forkastanlegt að stjórnvöld. hver sem þau eru, skuli iðka jafn freklega íhlutun frjálsrar samn- ingsgerðar og raunin varð á um samninga farmanna á sl. ári. í dag eru allir samningar lausir og það er biðstaða í málunum, enda eng- in ábyrg stjórn eða stefnumörkun í landinu núna, en auðvitað er það óverjandi, að ekki skuli vera samningar í gildi á hverjum tíma. Sjómenn hafa sérstöðu meðal launþega í landinu vegna þess að fiskverð ræður miklu um kjör þeirra, en það er nú ekki komið enn. Nú, við erum ekki einir um að vera með lausa samninga. BSRB hefur verið með sína samninga lausa frá 1. júní sl. og tekið þann kostinn að halda að sér hendinni. — En burtséð frá krónutölum í kaupsamningum far- og fiski- manna, hlýtur ekki félagsleg staða þeirra að skipta æ meira máli í samningsgerð í framtíðinni? — Vissulega. En það á eftir að framkvæma mat á starfi þeirra, sem hægt væri að leggja til grundvallar kröfugerðar í kjara- málum. Þetta kemur berlega fram í úrskurði kjaradóms í deilu far- manna og atvinnurekenda á sl. ári, en þar stendur: „Dóminum varð snemma ljóst, að á þeim skamma tíma, seni honum var ætlaður til verks síns, var honunt ofviða að framkvæma viðunandi mat á störfum farmanna að þessu leyti (þ.e. dóminum var ætlað við ákvörðun sína að taka tillit til sér- stöðu farmanna að því er varðar langar fjarvistir frá heimili og einangrun á vinnustað). Hér er um að ræða viðamikið starfsmat, sem ekki verður gert nema með aðstoð sérfróðra manna og að undangenginni öflun margvís- legra gagna umfram það, sem þegar liggur fyrir. Hefur dómur- inn því ekki treyst sér til að gera verulegar breytingar á því mati á þessum atriðum, sem felst í samningum aðila frá fyrri tíð.“ Það er óviðunandi að öllu leyti, að ekkert skuli enn vera farið að gera varðandi heildarstarfsmatið. Eg lít svo á, að sjómannasamtökin eigi ekki að láta framkvæma slíkt mat. Það yrði tortryggt og ekki álitið vera hlutlaust. Aftur á móti geta sjómannasamtökin beitt þrýstingi til þess að láta matið fara fram og veitt margvíslega aðstoð við gerð þess. Slíkt mat verður að liggja til grundvallar samnings- gerð í framtiðinni, því það er staðreynd, að sjómannsstarfið hefur aldrei verið metið sem skyldi af þjóðfélaginu. — En víkjum að menntunar- málum sjómanna. Er F.F.S.Í. ekki 9

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.