Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1980, Qupperneq 16

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1980, Qupperneq 16
beinlínis skyldar til að þetta skuli gert. Loftskeytamaðurinn Magnús H. Magnússon, sem nú situr í em- bætti samgönguráðherra tók mönnum vel og sýndi skilning á málinu. Samtímis var veðurstofu- stjóra send umrædd samþykkt þingsins. Næsta sem gerist er að veðurstofustjóri skrifar stjórn F.F.S.Í. og tjáir sig fylgjandi um- ræddum útsendingum veður- fregna, en því miður vanti pen- inga, margar miljónir. Hann óskar eftir að stjórn F.F.S.Í. reyni það þrýsta á fjárveitingavaldið að veita fé til málsins. (Mér er tjáð að á fjárlögum fyrir s.l. ár hafi verið ætlaðar 82 millj. króna til lestrar veðurfregna og það ekki hrokkið til.) Vafalaust mun stjórn F.F.S.Í. reyna að halda málinu vakandi, en ósköp miðar því nú hægt. Meðan stjórnvöld hafa það helst á oddinum að skera niður fjárveitingar til hafrannsókna og landhelgisglæslu er vart að vænta árangurs. Það grátbroslega er að í raun og veru er aðeins um fjárútlátalaust framkvæmdaatriði að ræða. Hvergi þarf að auka við mannafla né tækjabúnað til að hægt sé að standa við þessa alþjóðlegu skyldu okkar og stuðla þar með að öryggi á hafinu. Tækin eru vannýtt og vegna flugumferðar er textinn til. Aðeins þarf að lækka taxtann og nýta tæki og annan búnað betur en nú er gert, fyrir sömu greiðslur. En þessar tvær ríkisstofnanir togast á um aurana og taxtinn blívur. í frumskógi möppudýr- anna eru alþjóðareglur og öryggismál ekki nr. 1. Fróðlegt verður að fylgjast með framvindu þessa máls og vonandi rennur upp sú stund að það kemst í höfn. Loðnuþankar Nú er búið að kvótaskipta væntanlegum loðnuafla sem ætl- 16 aður er til hrognatöku. En hvernig á að standa að þessum veiðum að öðru leyti — og ekki síst nýtingu hrognanna og dreifingu skipanna á hinum ýmsu höfnum til lönd- unar? Fróðlegt væri að heyra um það. Vitað er, að ef rétt er að hrognavinnslunni staðið og markaðir fyrir þessar afurðir bærilegir, er verðmæti hrognanna um það bil tveir þriðju hlutar heildaraflaverðmætis á þessum tíma. Ég er þeirrar skoðunar að verðlagning farmsins verði að byggjast á samsetningu og ástandi farmsins við löndun. Þessi aðferð er tíðkuð við verðlagningu sjávar- afla yfirleitt og engin ástæða til annars þegar hrognaloðna er annarsvegar. Ófært er að afla- verðmæti sé háð aðstæðum og Hann var bágur á að sjá, þegar hann staulaðist inn í trygginga- stofnunina. Umbúðir huldu að mestu andlitið og útlimina og hann studdist við tvær hækjur. — Ég er kominn vegna slysatrygg- ingar, sem ég keypti hjá ykkur. Ég féll niður háan stiga og hlaut margvísleg meiðsl, svo ég verð ósjálfbjarga um langan tíma. Skrifstofumaðurinn leit hvasst á hann. — Ungi maður, sagði hann, — ég hef kynnt mér málið og fæ ekki séð, að þú eigir heimt- ingu á bótum, því þér var vel kunnugt um, að faðir stúlkunnar var heima. * Hún: — Þú segir, að allar fjórar konurnar þínar hafi gifst þér vegna peninganna. Það var duttlungum kaupanda hverju sinni og forkastanlegt ef hægt verður að plata báta inn til lönd- unar með verðmætan hrognafarm og sturta svo öllu í gúanó. Auð- vitað verða erfiðleikar á þessu í framkvæmd, sérstaklega þar sem víða háttar þannig til að bræðslur og frystihús eru ekki í eigu sömu aðila. Milli þeirra þurfa fyrirfram að takast ákveðnir samningar. En málið er einfalt frá sjónarhorni sjómanna. Þar sem ekki er góður viðbúnaður til söfnunar og fryst- ingar á hrognum er óraunhæft að tala um loðnulöndun á vetrarver- tíð. Þetta þurfa loðnunefnd og Sjávarútvegsráðuneyti að gera sér ljóst. Umfram allt bíðið ekki þar til skipin verða á landleið með að gera grein fyrir málinu. hræðilegt. Heyrðu, áttu annars nokkuð eftir? Jón var þegjandi hás, svo hon- um datt í hug að líta til kunningja síns, sem var læknir og átti heima rétt hjá. Þegar hann hringdi dyra- bjöllunni kom frúin til dyra og Jón gat rétt hvíslað ofurlágt: — Er læknirinn heima? Þá hvíslaði frú- in alveg eins lágt á móti: — Nei, hann kemur ekki fyrr en eftir marga klukkutíma, komdu bara inn. * Arthur Schnabel spilaði stund- um undir fyrir vin sinn, Albert Einstein, sem lék á fiðlu. Einu- sinni tók Schnabel eftir grófri villu í taktinum hjá Einstein. „Nei-nei- nei,“ hrópaði hann. „Albert, kanntu ekki að telja? 1 -2-3-4.“ VÍKINGUR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.