Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1980, Side 17

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1980, Side 17
Guðni Þorsteinsson, fiskifræðingur: Um kolmunnaveiðar í bráð og lengd ALLMARGAR fisktegundir við ísland geta að vísu talist vannýttar en fæstar þeirra vekja þó vonir um mikinn afla í framtíðinni. Öðru máli gegnir þó um kolmunnann. Kolmunnastofninn er talinn mjög stór og er þess vegna unnt að auka veiðar á honum til muna, enda eru töluverðar vonri bundnar við veið- ar á þessari tegund í framtíðinni. Tvennt ber þó að hafa í huga, sem standa kann þessum veiðum fyrir þrifum. Annað er það, að kol- munninn gengur yfir auðlinda- lögsögu nokkurra ríkja og reyndar einnig á opið svæði, þannig að sóknin hefur aukist hratt og mun væntanlega aukast enn og kann þá að koma að því, að stofninn verði fullnýttur eða jafnvel ofveiddur, án þess að við fáum rörtd við reist. Auk þess er kolmunninn magur og því ódýrt hráefni til bræðslu og eru veiðarnar því lítt fýsilegar af þeim sökum nema mjög vel aflist. Þar kemur á móti, að ötullega er unnið að því að vinna kolmunn- ann í mannamat og verða fram- tíðarmöguleikar okkar að miðast við það, að a.m.k. hluti aflans verði verkaður, sem að sjálfsögðu eykur hráefnisverðið. Svo sem kunnugt er hrygnir kol- munninn síðla vetrar á stóru svæði vestur af Bretlandseyjum. Eftir hrygningu gengur hann norður eftir í ætisleit. Síðari hluta apríl og í maí er hann á Færeyjabönkunum en siðar gengur hann norður eftir allt til Jan Mayen eða lengra, en hluti stofnsins gengur vestar og stað- næmist í Héraðsflóadjúpi þar sem VÍKINGUR nokkrar veiðar hafa farið fram 3 sl. ár. Þá er ókynþroska kolmunni algengur við suðurströnd íslands og veiðist hann í miklu magni í spærlingstroll, enda er talið, að um 'A af spærlingsaflanum sé kol- munni. Okynþroska kolmunna hefur einnig orðið vart á Dohrn- banka og suður af honum en á Dælt úr pokanum þessum slóðum ber lítið á kyn- þroska fiski. Kolmunninn er svo til eingöngu veiddur í flotvörpur, enda er hann miðsævis án þess að koma svo nálægt yfirborði, að veiðivon í nót sé veruleg. í Héraðsflóadjúpi á hann það hins vegar til að fara alveg niður á botn og er þá líklegt, að veiðar með botnvörpu gætu gefið árangur eins og nánar verður vikið að síð- ar. Kolmunninn er auðtekinn í flot- vörpur, þegar hann er að hrygna, enda gildir það um allar fiskteg- undir, að þær forðast ekki veiðar- færin, þegar þær eru í hrygning- arástandi. Þegar kolmunninn er hins vegar í ætisleit er hann býsna sprækur og oft langt frá því að vera auðveiddur. Flýr hann þá oftast niður eins og venja er upp- sjávarfiska og er þá leitast við að reka flóttann með trollinu með því að minnka togferðina, til þess að trollið sökkvi. Þegar það tekst að fá fiskinn í trollopið, er togferðin aftur aukin til þess að knýja fisk- inn aftur í poka. Þar sem fiskurinn forðast trollop- ið, er auðséð, að fiskilegt hlýtur að vera að hafa trollopið eins stórt og kostur er. Trollstærðin takmarkast þó af togkrafti veiðiskipsins. Skip með um 2000 hestöfl ráða vart við stærri troll en þau, sem hafa um 30x40 m netop og er þá miðað við um 80 cm möskva fremst í troll- inu. Reyndar er 1200 m trollkjaft- ur engin smásmíði, enda um 20 sinnum stærri en op á allstórri botnvörpu. Þó hefur verið leitast 17

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.