Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1980, Síða 19
við að stækka trollkjaftinn enn, án
þess að trollið verði þyngra í
drætti. Þetta er gert annars vegar
með því að nota ekki net fremst í
trollinu heldur kaðla, sem liggja
samsíða frá belgnum fram í rand-
línur trollopsins og hins vegar
með því að stækka möskvana von
úr viti allt upp í 30 metra. Á
þennan hátt má stækka trollin allt
upp í um 40x60 m, án þess að
togviðnámið aukist. Er þá fljótséð,
að mun auðveldara hlýtur að vera
að fá fiskinn inn í trollopið, en það
er þó skammgóður vermir, ef
hann sleppur út á milli kaðlanna
eða út um hina risastóru möskva.
Augljóslega er því ómaksins vert
að prófa þessar trollgerðir við
mismunandi aðstæður. Um þær
prófanir er norrænt samstarf, sem
eingöngu beinist að kolmunna.
Norðmenn og Færeyingar hafa
tekið að sér að prófa stórmöskva-
trollin er íslendingar kaðlatrollin
og reyndar einnig botnvörpur.
Samstarf þetta tekur einnig til
geymslu og verkunar kolmunna til
manneldis en eðlilega verður ekki
fjallað um þá hlið mála í þessarri
grein. Norræni iðnaðarsjóðurinn
styður þessar rannsóknir. Hér á
eftir verður leitast við að gera
stuttlega grein fyrir þeim veiðar-
færarannsóknum, sem til þessa
hafa farið fram á vegum Nord-
forsk. Einnig verður lítillega
minnst á framtíðaráform og
möguleika.
V eiðarf ærarannsóknir
Fyrstu tilraunir íslendinga til að
veiða kolmunna munu hafa verið
gerðar 1972, er ms. Eldborgu GK
13 var haldið úti í maí — júní með
nót að veiðarfæri. Aflinn varð á 7.
hundrað tonn. Síðan hafa ýmsar
veiðitilraunir verið gerðar, t.d. á
bv. Runólfi sumarið 1976. Sum-
arið 1977 var ms. Börkur gerður út
á kolmunna í tilraunaskyni. Tvö
síðastliðin sumur hafa nokkrir
bátar stundað kolmunnaveiðar í
júlí—ágúst. Sumarið 1978 voru
nokkrar veiðarfærarannsóknir
gerðar á ms. Grindvíkingi. Einkum
var þar um flutning á afla á milli
skipa að ræða. Niðurstöður liggja
fyrir t.d. í greininni:„Tilrauna-
veiðar á kolmunna á ms. Grind-
víkingi í Héraðsflóadjúpi sumarið
1978“. Sjávarfréttiró (10), 36—41.
Til tilraunanna í sumar var ms.
Óli Óskars tekinn á leigu frá
12.—31. júlí. Tilgangurinn var að
bera saman veiðihæfni kaðlatrolls
og venjulegs íslensks kolmunna-
trolls.
Þessutan átti að bera þessi troll
saman við þau troll sem hin skipin
notuðu en þau voru af ýmsu tagi,
eins og 1. tafla ber með sér. Sér-
staka athygli vekur, að tvö skip-
anna voru með stórmöskvatroll,
annað með 16 m möskva en hitt
með 6-hyrnda möskva með 30 m
möskvastærð.
Sem kunnugt er var sjórinn milli
Færeyja og íslands mjög kaldur í
vor. Af þeim sökum gekk kol-
munninn mjög seint á Aust-
fjarðamið. Fram að 18. júlí fannst
tæpast neinn kolmunni og frá
25.—30. júlí var kolmunninn
annað hvort mjög dreifður eða lá
svo þétt við botn að hann náðist
ekki í flottroll. Dagana 25.—27.
var stórstreymt og samkvæmt
reynslu síðustu ára minnkar aflinn
þegar svo er, en aðeins í 1—2
daga. Það kann því fleira að hafa
komið til í sumar. E,t.v. á kuldinn í
sjónum hér einhvern hluta að máli
en vera má að góð fæðuskilyrði
skipti einnig máli. Fiskur getur átt
það til að leggjast á meltuna eins
og sagt er.
Meðhöndlun á kaðlatrollinu hef-
ur sýnt sig að vera nokkuð torveld
einkum á hringnótaskipum, sem
hafa verið útbúin til flotvörpu-
veiða. Ástæðan er sú, að net-
tromman er staðsett mjög aftar-
lega, þannig að mjög lítið rúm er
til að greiða kaðlana í sundur, ef
þeir liggja eitthvað óklárir. Þá er
tromman tiltölulega hátt yfir
sjónum þannig að kaðlarnir
mynda nokkuð stórt horn við
sjávarflötinn, þegar kastað er. Af
þeim sökum vilja kaðlarnir nokk-
uð flækjast saman og einkum
hættir þeim við að flækjast í kúl-
unum á höfuðlínunni. Þessi
vandamál tókst að leysa með því
að taka allar kúlur af höfuðlín-
unni og setja þar í staðinn 2 belgi
sem voru í svo löngum stroffum,
að belgirni'r lentu aftan við kaðl-
ana í köstun. Með þessu móti tókst
að koma í veg fyrir flækjur. Enn
fremur reyndist vel að lengja neðri
grandarana nokkuð fram yfir það,
sem gert er ráð fyrir. Meira átak
kom þá á höfuðlínuna og minna á
neðri grandarana, þannig að lóðin
sukku betur. Kaðlarnir dragast þá
betur hver frá öðrum áður en
köstun hefst.
Þrátt fyrir þessar breytingar voru
enn veikir punktar. Þegar snúið er
hafa kaðlarnir tilhneigingu til að
flækjast saman. Auknu átaki á
Mesta möskvastærð og ummál flotvarpna þeirra, sem íslensk skip not-
uðu við kolmunnaveiðarnar sumarið 1979.
Bjarni Ólafsson Mesta möskvastærð (m) 1.6 Ummál (m) 608
Eldborg 3.2 770
Grindvíkingur 1.6/30 608/823
Jón Kjartansson 0.8/1.6 450/608
Óli Óskars 0.8/kaðlavarpa 608/...
Víkingur 1.0/16 550/880
VÍKINGUR
19