Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1980, Side 20

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1980, Side 20
kaðlana, sem eru utan til á beygj- unni, verður ekki dreift á aðra kaðla í sama mæli og átaki á net. Reyndar var það annar veikur punktur, sem batt enda á tilraun- irnar með kaðlatrollinu. Einn kaðallinn á neðra byrðinu slitnaði og flæktist í botni með þeim af- leiðingum, að mestallt undirbyrð- ið fór úr. Ekki var togað nærri botni, þegar þetta henti. Um veiðihæfni kaðlatrollsins er fátt að segja. Til tekjuhliðarinnar má telja, að það tókst að ná inn torfu, sem var um 80 faðma frá botni en slíkt er torgert með venjulegu flottrolli. Þar að lútandi verður að hafa í huga, að hæð netops kaðlatrollsins er um 40—46 m en venjulega trollsins 27—31 m. Á hinn bóginn var mun verra að fá fisk í kaðlatrollið ná- lægt botni. Að vísu var ekki ýkja erfitt að fá fiskinn í trollopið en áberandi var, hve fótreipið og kaðlarnir á neðra byrðinu geta lítt hindrað fiskinn í að flýja niður úr. íslensku skipstjórarnir sem fisk- uðu með stórmöskvatrollum (16 og 30 m möskvum) urðu fyrir svipaðri reynslu. Betra var að ná fiski, þegar hann var langt frá 20 botni en flótti fisksins út um stóru möskvana varð áberandi, þegar fiskað var nærri botni. Skipstjór- arnir töldu smærri trollin með smærri möskvunum gefa betri raun. Ýmsir annmarkar voru einnig á meðhöndlun stóru möskvanna. Má þar nefna van- kanta á festingu möskvanna við randlínurnar. Þá hættir línunum í möskvunum (PP 10—12 mm) nokkuð til að snúa upp á sig. Á því mætti væntanlega ráða bót með því að nota fléttaðar línur í stað snúinna. Til samanburðar má geta þess, að vel gekk að fiska í trollið með 3,2 m möskvunum enda var það stórt og á stóru skipi. Engu að síður verður að telja, að fiskurinn hafi síður flúið út um þá möskva, enda þótt þeir verði trautt taldir fínriðnir. Enda þótt árangurinn af tilrauna- trollunum verði að teljast klénn, verður þó að viðhafa nokkurn fyrirvara. Kolmunninn var mun erfiðari viðfangs í sumar en oftast áður. Ekki er þó loku fyrir það skotið að ná mætti betri árangri við aðrar aðstæður. Þar að lútandi má benda á að stórmöskvatrollin reyndust stórum fiskigæfari á Færeyjarmiðum í vor en venju- legu trollin. Því hefur einnig heyrst fleygt, að eitt norskt skip hafi aflað vel með kaðlavörpu. Því má svo bæta við, að sjórinn var óvenjukaldur við Færeyjar í vor og kolmunninn mjög kvikur. Því má vera, að yfirburðir stór- möskvatrollanna hafi orðið meiri en í venjulegu árferði. Vandséð er því hvers konar trollgerð skuli mæla með, ef stunda á veiðar bæði við Færeyjar og ísland. Er svo helst að sjá, að stór troll með 3—4 m möskvum geti helst skilað árangri á báðum stöðunum. Mið- að við reynsluna í sumar verður hins vegar ekki mælt með mjög stórum möskvum við veiðarnar við ísland. Eigi er þó loku fyrir það skotið, að aðstæðurnar í sum- ar hafi verið svo óvenjulegar, að hæpið sé að gera þær algildar. i.'íi ..ft I Netsjárræma, þegar togað var með venjulegri flotvörpu fyrir kl. 22 að kvöldi. Kol- munninn leitast við að forðast fótreipið. Lóðningarnar standa fyrir um 60 tonn. VIKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.