Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1980, Qupperneq 28

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1980, Qupperneq 28
Þjónustusvæði íslenskra strandarstöðva á örbylgju. Brotalínur sýna fyrirhugaða aukn- ingu þcirra á næstunni. I fyrstu var loftskeytastöðin að- eins starfrækt að degi til, en 1920 var þriðja loftskeytamanninum bætt við og frá þeim tíma hefir verið vakt á Reykjavíkur radíói allan sólarhringinn. Það ár voru loftskeytatæki sett í fyrsta togar- ann í eigu íslendinga, en það var Egill Skallagrímsson. Það má til gamans geta að jafnframt morse- tækjum var b.v. Egill Skalla- grímsson einnig búinn möguleik- um til talviðskipta, og mun vera eitt af fyrstu skipum í Evrópu, auk herskipa, sem hafði slíkan búnað. Næstu ár fjölgar stöðugt ís- lenskum skipum með loftskeyta- búnað og má segja að 1923—24 séu allflest stærri skip komin með slíkan búnað. Jafnframt þessu aukast viðfangsefni loftskeyta- stöðvarinnar í Reykjavík og fleiri strandarstöðvar eru reistar út um landsbyggðina. Á árunum 1926—30 varð mikil bót í tækjabúnaði Reykjavíkur radíós með tilkomu þriggja lampasenda, sem gátu unnið á langbylgju, millibylgju og stutt- bylgju. En í lok þessa tímabils fóru menn að fá áhuga fyrir talstöðv- um, sem voru að ryðja sér til rúms, einkum með tilliti til hinna smærri skipa. Á árunum 1029—32 smíð- aði Landssíminn litlar talstöðvar til reynslu. Reyndust þær svo vel að framleiðslu var haldið áfram og fjölgaði talstöðvabúnum skip- um tiltölulega ört. Hinn 10. maí 1938 var opnað talsamband við skip um talbrú á loftskeytastöðinni í Reykjavík, þannig að hægt var að afgreiða samtöl til og frá skipum um síma- kerfið í landi. Hinar strandstöðv- arnar fylgdu brátt í kjölfarið. Féll mönnum þessi nýbreytni vel í geð og komust fljótt upp á lagið með að notfæra sér hana. í fyrsta mánuðinum var afgreitt 181 samtal um talbrúna og ári seinna, í sama mánuði, 335 samtöl en samtals fyrsta árið 3497 samtöl. Við hernánt Breta 10. maí 1940 lagðist allt talsamband við skip niður og var svo öll styrjaldarárin. Sömuleiðis voru öll önnur við- Seytján menn starfa nú við skipaafgreiðsluna, loft- skeytamenn og símritarar. Viðgerðar- og eftirlitsmenn með sendum og tækjum eru fæstir á launaskrá hjá TFA, en telja má stöðugildin í þeim greinum þrjú, þannig að alls starfi 20 manns hjá TFA. Undir þetta starfsfólk falla viðskipti við bíla, en þau eru orðin mjög viða- mikil. Árið 1977 voru af- greiðslur við bíla 46.904, en 36.202 árið 1978. skipti stöðvarinnar við íslensk skip verulega takmörkuð undir ströngu eftirliti hernámsliðsins. Strandarstöðvarnar voru hinsveg- ar í stöðugri notkun til viðskipta við herskip bandamanna og að dómi kunnugra komu þær að ómetanlegu gagni í sambandi við öll viðskipti Reykjavíkur radíós við skip <>f> bíla cru tekin upp á segulband og geyind ákveðinn tíma. Haukur Erlendsson stendur hér við segulböndin, sem hvert um sig er með 24 rásum. 28 VÍKINGUR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.