Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1980, Síða 33

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1980, Síða 33
Stefán Skaftason yfirlæknir: r SJOVEIKI Sjóveikin hefur að meira eða minna leyti hrjáð menn og konur allt frá þeirri stundu, er maðurinn tók að ferðast um heimsins höf. Ekki getur talist að hér sé um sér- stakan sjúkdóm að ræða, heldur viðbrögð mannsins við ýmiss konar hreyfingum. Öll þekkjum við einkenni þau, sem í ljós koma, en þau eru nánast þau sömu, hvort sem ferðast er á láði, legi eða í lofti. Samheiti þessara einkenna mætti því nefna ferðaveiki, þar eð sjóveiki, bílveiki, flugveiki m.a. eru greinar af einum og sama meiði. Ég mun hér í þessu greinarkorni nota að mestu leyti orðið ferða- veiki. Rannsóknir á sjúkdómi þessum, orsök hans og eðli, ásamt almennri meðferð, hófust ekki að neinu verulegu leyti fyrr en í upp- hafi síðari heimsstyrjaldar. Eiga þær sér því furðu stutta sögu. Það hefur löngum þótt bera vott um litla karlmennsku að þjást af sjó- veiki. Haft hefur verið í flimting- um og dregið dár að fólki því, sem þessi hvimleiði sjúkdómur hefur lagzt á. Slík grunnhyggni ber vott um tvennt í senn; þekkingarleysi á mismunandi viðbrögðum ein- staklingsins við ytri áreitni og í öðru lagi, fljótræðis-ályktunar- töku varðandi hreysti og karl- mennsku. Skiljanlega er hér um sjúkdóm að ræða, eins og til að mynda kvef, lungnabólgu eða berkla, og eng- inn heilvita maður frýr sjúklingi, sem veikist af slíkum sjúkdómi, karlmennsku. Margt af stór- mennum sögunnar þjáðist mjög af sjóveiki og annarri ferðaveiki, svosem Julius Caesar, Nelson lá- varður og Charles Darwin, svo VÍKINGUR einhverjir séu nefndir. Það er hald manna, sem til þekkja, að yfir þriðjungur þeirra, sem á sjó ferð- ast, séu meira eða minna sjóveikir. Engar ábyggilegar tölur eru til varðandi flugveiki farþega, en hún hefur þó mjög minnkað við tilkomu þotuvéla, sem fljúga í mun meiri hæð en flugvélar þær, sem áður voru notaðar til far- þegaflugs. Eru þær af þeim sökum síður háðar veðrabrigðum þeim, sem allsráðandi eru á lægri hæð- um og valda hristingi og óþægi- legum hreyfingum flugvélarinnar. Alkunna er, að sumir sjóast, þ.e.a.s. venjast við hreyfingar þær, sem sjóveikinni valda, og læknast, ef svo mætti að orði kornast. Þó er allstór hluti manna, sem aldrei sjóast, og talið er, að 7% þeirra, sem sækja flug- og sjóherskóla Bretaveldis, verði að hætta námi af þeim sökum. Sumir einstakl- ingar, eins og ungbörn, virðast ónæm við ferðasýki, einnig fólk, sem af einhverjum orsökum hefur óstarfhæft innra eyra. Sum dýr, eins og kanínur og marsvín eru og ónæm við veikinni. Hún hrjáir þó flest dýr merkurinnar, engu síður en manninn, eins og hunda, ketti, kindur, hesta og jafnvel sumar tegundir fiska. Einkenni sjúkdómsins eru þau, að í upphafi verður viðkomandi óglatt og líður almennt illa. Ógleðin eykst, og við hana bætist hitatilfinning og sviti. Síðan kem- ur svimi, vilja- og þróttleysi og að lokum uppköst, samfara allmiklu magnleysi. Að uppköstum lokn- um kemur stundarbati. Síðan endurtekur sama sagan sig, og einkennum lýkur ekki venjulega fyrr en nokkrum klst. eftir að ferð lýkur. Við rannsókn sjúklings kemur í ljós, að blóðþrýstingur og púls fara hækkandi, líkamshitinn vill gjarnan lækka, sjúklingur fær óreglulegan andardrátt, þar sem skiptast á andköf með grunnri og djúpri öndun, munnvatnsflæðið eykst. sjúklingur ropar og vill gjarnan kyngja og geispar ákaft. Þrekleysi magnast og sjúklingur óskar iðulega að öllu sé lokið. Eins og áður getur, er orsök sjúkdómsins ei fyllilega kunn. Enginn vafi leikur þó á, að starf- semi innra eyrans á hér verulegan hlut að máli, en vitað er, að sjúkl- ingar með varanlega skemmd í innra eyra, annaðhvort af völdum sjúkdóms eða aðgerðar, verða ekki ferðasjúkir. Einnig er kunn- ara en frá þurfi að segja, að sjúkl- ingar með meðfætt heyrnarleysi vegna skemmda í innra eyra þjást ekki af sýki þessari. Ýmsar ytri aðstæður geta iðulega haft mark- tæk áhrif á, hvort einstaklingurinn veikist af ferðasýki eða ekki. Þannig er ljóst, að manni er miklu síður hætt við sýkingu í liggjandi stöðu en sitjandi. Einnig, ef höfuðhreyfingar eru takmarkað- ar, þá helzt, ef höfuðið er skorðað með höfuðpúða. Ökumanni er ráðlagt, til að forðast bílveiki, að hreyfa höfuðið sem allra minnst og horfa langt fram á veginn. Þeim, sem á sjó eru, að líta út til sjóndeildar- hringsins, en ekki einblína á bylgjur þær, er skella á boðung skipsins. Ferðasýking á einnig, í mörgum tilvikum, rót sína að rekja til ým- issa sálrænna þátta. Þannig er ótti og kvíði við væntanlegt ferðalag iðulega orsök einkenna, og á sama 33

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.