Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1980, Side 36
stungulyf eða stíla, sem stungið er
í endaþarm.
Það skal lögð rík áhersla á, að
lyf séu tekin áður en ferð hefst, og
þá helst einni klukkustund áður,
en ekki eins og rnargir halda,
þegar einkennin koma fyrst fram,
að öðrum kosti gætir áhrifa þeirra
ekki eins vel og æskilegt væri.
Á seinustu árum hafa komið á
markaðinn allmörg lyf, sem reynst
hafa ágætlega við allskyns ferða-
sýki. Lyf þessi skiptast í stórum
dráttum í tvo hópa; í fyrsta lagi
svokölluð antihistaminlyf og í
öðru lagi, svokölluð Belladonna-
lyf (acetylkolinantagonista). Skal
nú að lokum getið þeirra helstu,
áhrifamáttar þeirra og aukaverk-
ana.
TAFLA 1
„Antihistamin“ lyf
Lyfjaheiti Áhrif Hliðarverkanir
Töfl. (Supposito- rier) diph.hydram: Allergin Dromil Ambodryl Benadryl 62% Róandi áhrif. Tiltölulega skammvinn áhrif. Sum þessara lyfja er einnig notuð með öðrum lyfjum.
Buclifen 75% Fáar aukaverkanir. Nýtt
Longifen athyglisvert lyf.
Peremesin 71.5% Fáar aukaverkanir,
Postafen tiltölulega langvinn áhrif
Marzine 71.2% Fáar aukaverkanir, til-
Trihistan tölulega skammvinn áhrif
TAFLA2
Lyfjaheiti Áhrif Hliðarverkanir
Scopólamin 62.9% Mjög róandi áhrif. Munn- þurrkur, sjóntruflanir.
Atropin 50% sömu
Cogentin 58% Lyf við Parkinsonsveiki. Munnþurrkur, sjóntruflanir /
Sum þessara lyfja er hægt að fá í
lyfjabúðum án lyfseðils frá lækni,
til hægðarauka fyrir allan þann
fjölda, sem á þeim þrf að halda í
heimi nútímans, þar sem allskyns
ferðalög gerast nú snar þáttur í lífi
svo til hverrar fjölskyldu, jafnt
ungra, sem gamalla. Þeim, sem
ferðaveikir eru, og hyggja á
ferðalög, er ráðlagt að neyta slíkra
lyfja áður en af stað er haldið.
Æski þeir frekari upplýsinga en
þeirra, sem gefnar eru í lyfjabúð-
um við kaup lyfsins, ber þeim að
sjálfsögðu að leita læknisráða.
Stefán Skaftason
yfirlæknir
Háls-, nef- og eyrnadeild
Borgarspítalans
NÚERU
GÓÐRÁÐ
ODYR!
Þér er boðið að hafa samband við verkfræði-
og tæknimenntaða ráðgjafa Tæknimiðstöðvar-
innar ef þú vilt þiggja góð ráö i sambandi
Stjórnlokar
(loftogvökvi)
Eitt samtal við ráógjafa okkar, án
skuldbindingar, getur sparaö þér stórfé hvort
sem um er að ræða vangaveltur um nýkaup
eða vandamál viö endurnýjun <
viðgerð á þvi sem fyrir er.
iniJii
VERSLUN -RÁDGJÖF-VIÐGERÐARÞJÓNUSTA
IÆKNIMIÐSTÖÐIN HF
Smiðjuveg66. 200 Kópavogi S:(91)-76600
36
VÍKINGUR