Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1980, Blaðsíða 37

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1980, Blaðsíða 37
Hjörleifur Guðmundsson: Söguleg sjóferd og afleiðing hennar „Farið að sofa strákar. Þið eigið að koma með mér á sjó í fyrra- málið og við verðum að fara um klukkan fimm“. Þessum orðum var beint til okkar Hinriks. Við sátum saman á rúmi okkar í mið- baðstofunni á Görðum. Hinrik var að prjóna vettlinga og ég var að kemba. Það var það leiðinleg- asta verk sem ég gerði og satt að segja var það sá hlutur sem ég reglulega hataðist við á heimilinu, það voru körrurnar. Það var líka sífellt verið að finna að við mig, ég kembdi ekki nógu vel, það væri ómögulegt að spinna úr kembun- um mínum, þær yrðu svo hnökr- óttar. Og Gunna gamla sagði að það væri varla hægt að nota bandið eða einspinnuna í frans- aravettlinga, en það voru vettl- ingar sem voru ætlaðir til sölu Fransaravettlingarnir voru seldir fyrir biskví fyrir biskví, þegar fransmennirnir kæmu á vorin, en á tímabili voru fransmennirnir eins árvissir og farfuglarnir. Og var þá um að gera að eiga sem mest af sjóvettlingum til að selja þeim fyrir biskví. Þeir sóttust mikið eftir þessu, og bisk- víið þótti okkur strákunum hátíð- armatur. En ég var alltaf fljótur að henda frá mér körrunum þegar mér var sagt það og ég var kominn ofan í eldhús á svipstundu til að borða kvöldmatinn áður en við fórum að sofa. Meira að segja búinn að borða flatkökubitann og VÍKINGUR Höfundur frásagnarinnar, Hjörleifur Guðmundsson frá Sólvöllum í önundar- firði. éta bankabyggsgraut úr skálinni minni þegar Hinrik kom niður, en hann var líka að núlla við að næla vettlingunum við hnykilinn áður en hann legði prjónana frá sér. Við fórum síðan hvor í sitt ból og ég var að hugsa um það í svefn- rofunum hvernig veðrið myndi verða á morgun. Ég las svo bæn- irnar mínar og bað Guð að gefa okkur gott veður. Ég var engin sjóhetja og oft sjóveikur, ef eitt- hvað var að veðri og þurfti ekki mikið tiL Ég mun hafa verið tíu ára er þessi saga gerðist en Hinrik einu ári eldri. Pabbi vakti okkur Hinrik klukkan tæplega fimm. Mamma varð auðvitað að vakna líka til að gefa okkur mjólkurbland og brauðbita og pabba kaffi. Mamma kom upp aftur þegar ég var að klæða mig. Það er nú verst Hjölli minn að skinnsokkarnir þínir eru orðnir götóttir svo þú vöknar sjálfsagt í fæturna. En ég ætla að láta þig fara í sumarprjónbuxurnar þínar innan undir síðu buxurnar. Það verður hlýrra. Hún klæddi mig svo í þunnar stuttbuxur, líklega úr einföldu bandi sem náðu ekki nema niður á mið læri og þar utan yfír í síðar nærbuxur sem nokkuð voru farn- ar að hlaupa og því þykkar og hlýjar. Svo klæddi hún mig í mjúka þelsokka og aðra úr grófara Hún reyndi að leggja roð- bætur fyrir götin á skinn- sokkunum efni. Hún kom svo með skinn- sokka mína og roðbætur úr stein- bítsroði sem hún reyndi að leggja fyrir stærstu götin og skó kom hún með af eldri bræðrunum sem hún sagði að ég yrði að notast við núna. Klæddi mig í jakkagarm af Össuri, vafði trefli um háls mér og skellti einhverju húfupottloki á höfuð mér og lét góða vettlinga í hendi mína. Kyssti mig á kinnina og bað Guð að vera með okkur. Heldurðu að þér verði ekki 37
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.