Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1980, Blaðsíða 43

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1980, Blaðsíða 43
þær skorður sem í bátnum voru og fór með þær fram í barka og bjó þar til eins konar rimlarúm fyrir mig að liggja á. Hann kom nú aftur eftir bátnum til mín laut niður að mér og spurði: Hvar finnur þú mest til? Mér er öllum svo kalt, svaraði ég. Ég er svo blautur í fæturna af því sinnsokkarnir eru svo lekir. Hann brá sér nú úr skinnsokk- um sínum og klæddi sig úr sokk- unum, tók skinnsokkaræflana af fótum mér og sokkana sem orðnir voru rennblautir, kallaði svo til Hinriks sem sat á mastursþóft- unni: Þú verður að fara úr jakkanum Hinni, brjóttu hann saman og lánaðu honum bróður þínum hann undir höfuðið. Þú ert í góðri peysu og ættir ekki að krókna meðan við komumst inneftir. Hann tók svo borðið sem hann hafði notað undir lóðirnar meðan við vorum að leggja og kastaði því til Hinriks og sagði honum að leggja það ofan á skorðurnar. Síðan tók hann mig í fangið og bar mig fram í barkann um leið og hann sagði Hinrik að gera seglið og fokkuna klára. Ég sá hann svo setja stýrið fyrir og Hinrik var bú- inn að koma seglum upp og var að ganga frá fokkunni. Pabbi klæddi sig síðan úr sokkunum því hann var í tvennum og dró þá á fætur mér. Sokkarnir voru volgir af fót- um hans og fann ég glöggt að mér leið strax betur. Pabbi lagði svo olíusvuntu yfir mig og hlýjaði hún mér dálítið. Ég sá hann svo taka dálítið í skautið á seglinu um leið og hann sagði við Hinrik. Ég trúi ekki öðru en að okkur taki fyrir Oddatána ef hann ekki lægir vindinn. Við komumst að minnsta kosti alltaf undir Ófæru- nefið og getum þá tekið einn slag yfir. Hafðu nú gát á Hjölla á leið- inni. Gáðu að hvort það heldur áfram að blæða. Hinrik kom fram til mín og spurði mig hvort mér liði betur núna. Ég sagði honum að mér liði nú mikið betur en mér væri kalt á höndunum og bað hann að gá að vettlingunum mínum. Ég held þeir hafi ekki verið mikið blautir sagði ég. En Hinrik dró strax vettlinga sína af höndum sér og lét þá á mig og nú leið mér eftir ástæðum all- vel. Ég spurði Hinna hvort þeir gætu siglt alla leið. Pabbi heldur það, sagði Hinrik. Ef vindurinn helst svona jafn. Pabbi kallaði til Hinriks að Teikning: Katrfn Briem VÍKINGUR 43
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.