Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1980, Blaðsíða 53

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1980, Blaðsíða 53
Kaflinn Hrakfallabálkur ný- sköpunar þótti mér um margt merkilegur, þótt ekki væri mér þar allt geðfellt. Væri víst ástæða til að taka þann kafla til umræðu. En það verður ekki gert hér. Til þess þarf haldbetri þekkingu á útgerð- armálum en höfundur þessara lína hefur til að bera. Saga Tryggva og þó einkum síðast- nefndi kaflinn kann að leiða huga einhverra að nauðsyn þess að rit- uð verði heilleg og alhliða sjávar- útvegssaga 20. aldar. Um skútu- öldina er til mikið rit. Og þess mun nú skamrnt að bíða að sjávarháttasaga Lúðvíks Kristjánssonar fari að koma út, en ekki mun hún ná fram á tíma vél- væðingar. í upphafi Hrakfallabálks ný- sköpunar segir Tryggvi: „Ég hef lifað söguna.“ Víst má það teljast rétt. Hann gerði þó jafnframt meira, hann skapaði söguna, trú- lega fremur en flestir aðrir. Þó að sögur slíkra manna verði þegar best lætur góðar aldarfarslýsingar, geta þær þó ekki fyllt þörfina fyrir sagnfræðileg verk. Við lestur á Tryggva sögu varð mér meira í hug en svo að ég gæti lagt á mig að geyma dæmi um ambögur stíls, ónákvæmni eða ritvillur, sem eru þó einhverjar. Hitt situr í mér að bókin hafi verið læsileg og innskotskaflar skrásetj- arans, Ásgeirs Jakobssonar, til nauðsynlegrar glöggvunar. F.T.H. Kona kom inn í búð og sagði: „Ég ætla að kaupa skammbyssu, hún á að vera fyrir manninn minn.“ „Sagði hann,hvaða tegund það ætti að vera?“ spurði afgreiðslu- maðurinn. „Ég held nú síður," sagði Kon- an. „Hann veit ekki einusinni, að ég ætla að skjóta hann.“ VÍKINGUR „Ég er orðin dauðleið á rottun- um hérna," sagði frú Hansen matsölukona við vinkonu sína, frú Jensen. „Hefurðu reynt að kaupa þetta rottukex handa þeim?“ lagði frú Jensen til. „Nei, heyrðu nú, góða mín, hverskonar heimili heldurðu eig- inlega að ég starfræki? Ég get bara sagt þér, að ef kvikindin geta ekki gert sér að góðu sama mat og við hin, þá geta þau bara soltið, mín vegna.“ Bæði ljósmyndarinn og móðirin höfðu án árangurs reynt allt til að fá litlu, fjögurra ára hnátuna til að sitja kyrra nógu lengi til að hægt væri að taka mynd af henni, og að lokum stakk ljósmyndarinn uppá því, að móðirin færi út sem snöggvast, því þá mundi „bless- unin litla“ ef til vill verða stilltari. Á meðan hún var frammi var svo myndin tekin með góðum árangri, og allt í besta lagi. Á heimleiðinni spurði móðirin: „Hvað sagði góði maðurinn við elskuna hennar mömmu sinnar, svo hún sæti kyrr?“ „Hann þagði baða, þú þituð kyðð, helvítið oðmuðinn þinn, eða ég þlæ af þé hauþinn, svo é baða þat kyðð,“ sagði sú litla. í lyfjabúðinni. „Mig vantar dálítið af arseniki handa tengdamóður minni." „Hafið þér lyfseðil?“ „Nei, en hérna er mynd af henni.“ Eftir æfingu í Nörrebroleikhús- inu árið 1916 hafði hinn frægi leikari Frederik Jensen boðið Os- vald Helmuth, sem þá var ungur leikari, upp á morgunverð á „La Reine“. Þeir fengu sér bestu kræsingar, sem veitingahúsið hafði upp á að bjóða, en í miðjum skammti Helmuths lá kakkalakki. Helmuth segir sjálfur svo frá: Ég sat og rjálaði við hann með gafflinum til að fjarlægja hann, en ég sagði ekki neitt, því ég var ungur og óframfærinn þá. Svo tekur Frederik Jensen eftir því, að ég sit þarna svo skrítinn og pikka í matinn, og þar eð ekkert var að því að finna, sem hann hafði fengið, spurði hann mig, hvers- vegna ég borðaði ekki. Ég bendi honum svo á dýrið, sko, og þá hljóp fjandinn í Frederik Jensen. Hann varð bandóður og öskraði á þjóninn. Jæja, þjónninn kom, og Frederik heimtaði að fá að tala við hótelstjórann, en hann var ekki viðlátinn. „En framkvæmdastjórann þá, þrumaði Frederik Jensen yfir sig æstur. Þjónninn skildi mikilvægi málsins og náði í hóteleigandann, sem var lítill, snyrtilegur maður með yfirskegg, sko. Hann starði spyrjandi á Frederik Jensen, sem svaraði með því að benda ögrandi á diskinn minn og segja með miklum þjósti: „Hversvegna fæ ég engan kakkalakka . . .?“ 53
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.