Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1980, Qupperneq 55

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1980, Qupperneq 55
Hringferð — eftir gamansagnahöfundinn W.W. Jacobs Lasleiki? sagði næturvörðurinn seinlega. Já, sjómenn geta stund- um orðið veikir, en þar eð þeir hafa ekki eins góðan tíma til þess og annað fólk, og engir læknar eru til sjós, ná þeir sér furðu fljótt aft- ur. Ef maður verður veikur í landi, fer maður á spítala, þar sem lag- legar hjúkrunarkonur annast um mann, á sjónum kemur stýrimað- ur niður og segir að ekkert sé að manni og spyr, hvort maður skammist sín ekki fyrir að liggja í leti. Eini stýrimaðurinn, sem ég veit til, að hafi látið nokkra samúð í ljós, var náungi, sem verið hafði læknir og farið til sjós til að verða betri maður. Hann hafði enga trú á lyfjum, hans aðferð var að skera meinin burt Ef hann ætlaði að krukka í einhvern um borð, mátti hann þakka sínum sæla fyrir að sleppa sjálfur ómeiddur. Sjómenn verða oftar veikir í landi en úti á sjó, þeir hafa þá betri tíma til þess, býst ég við. Sam gamli Small, sem var eitt sinn góður kunningi minn, varð einusinni lasinn, og einsog oft er um hrausta menn, sem verður of- urlítið misdægurt, varð hann sannfærður um, að hann væri dauðans matur. Hann bjó í her- bergi með Ginger Dick og Peter Russet þegar þetta var, og snemma einn morguninn vaknar hann stynjandi með kuldahrolli, sem hann vissi ekki af hverju gæti stafað, en Ginger áleit að mætti að einhverju leyti kenna því, að hann hefði sofið inni í arninum. — Ert það þú, Sam? segir Ginger, sem vaknaði við hávað- ann og neri augun. — Hvað er að? — Ég er að deyjá, segir Sam og stynur hroðalega. VÍKINGUR — Vertu sæll, segir Ginger, snýr sér til veggjar og steinsofnar á ný. Sam gamli gat skreiðst á fætur í annari eða þriðju tilraun, staulað- ist að rúmi Peters Russets og sett- ist á það til fóta, stynjandi, þangað til Peter vaknaði afar úrillur og reyndi að sparka honum burt. — Ég er að deyja, Peter, sagði Sam, velti sér á grúfu með andlitið niðri í sænginni og sparkaði öllum öngum. Peter, sem varð ofurlítið smeykur, settist upp og kallaði til Gingers, og þegar hann hafði kallað tíu, tuttugu sinnum, hálf- vaknaði Ginger og spurði, hvað um væri að vera. — Aumingja Sam gamli er að deyja, sagði Peter. — Ég veit það, segir Ginger, leggst út af á ný og bælir sig niður í koddann. — Hann sagði mér það rétt áðan. Ég er búinn að kveðja hann. Peter Russet spurði hann, hvar hjartað í honum væri, en Ginger var sofnaður aftur. Svo settist Peter upp í rúminu og reyndi að hughreysta Sam og hlustaði með- an sá Síðarnefndi útskýrði, hvern- ig það væri að deyja. Hann væri ískaldur og sjóðheitur frá hvirfli til ilja, brennandi og skjálfandi sam- tímis, með innvortisverki, sem hann gæti alls ekki lýst, þó hann reyndi. — Því verður bráðum lokið, Sam, segir Peter hlýlega, og þá verður allt andstreymi á enda fyrir þér. Meðan við Ginger verðum að flækjast úti á sjó og reyna að vinna okkur fyrir brauði til að halda í okkur líftórunni hvílir þú í ró og friði. Sam stundi. — Mig langar ekk- ert til að vera alltof rólegur, segir hann. — Ég hef alltaf verið gefinn fyrir gaman — saklaust gaman. Peter hóstaði. — Þið Ginger hafið verið góðir félagar, segir hann, — það er hart að þurfa að skiljast við ykkur. — Við hljótum allir að deyja fyrr eða síðar, segir Peter hugg- andi. — Ég er steinhissa, að þú skulir hafa enst svona lengi, eins- og þú hefur hegðað þér. — Hegðað mér? segir Sam og sest alltí einu upp. —Hvað vilt þú, bölvaður apaumskiptingurinn og merarsonurinn brúka kjaft, ég skyldi henda þér út um gluggann fyrir tvo aura. — Talaðu ekki svona á dánar- beði, segir Peter skelfingu lostinn. Sam var í þann veginn að svara ónotum aftur, en rétt í því fékk hann þvílíkar kvalir, að hann veltist um á rúminu og stundi svo hroðalega, að Ginger vaknaði aftur og fór fram úr. — Aumingja Sam gamli, segir hann gengur til hans og virðir hann fyrir sér. —Finnurðu nokk- urstaðar til? — Finn til? segir Sam —Finn til? Ég er allur helaumur frá hvirfli til ilja. Peter og Ginger litu á hann og hristu höfuðin, og svo fóru þeir út í horn og töluðu um hann í hvísl- ingum. — Hann virðist næstum dauð- ur, segir Peter og starir á hann. —Við skulum hátta hann, Ginger, það er ekki viðeigandi að láta hann deyja í fötunum. — Ég verð að fá lækni, segir Sam veikri röddu. 55
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.