Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1980, Blaðsíða 60

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1980, Blaðsíða 60
fram á barinn og láta fara vel um sig. Tvisvar sendi hann drenginn inn til að reka á eftir þeim, en þeir réðust á hann með skömmum fyrir að yfirgefa hestinn. Vesalings Sam gamli sat þarna norpandi innan í lakinu og varð æ óðari og óðari. Hann gat ekki kallað til þeirra af ótta við, að fólk kæmi til þeirra og héldi, að hann væri brjálaður. Ginger sat bros- andi með stóran vindil og gerði sér dælt við afgreiðslustúlkuna, en Peter og ökumaður sátu og skegg- ræddu við einhverja kumpána. Sam sat þarna í meira en klukkutíma, og svo sendi hann drenginn inn á ný. Nú varð öku- manni skapbrátt, hann elti dreng- inn út á götu og gaf svo öðrum dreng tuttugu og fimm aura fyrir að taka við starfinu og lofaði honum öðru eins, þegar hann kæmi út. Sam reyndi að hafa tal af honum, en ökumaður lést ekki heyra, og það leið enn hálftími þangað til þeir komu allir út, hlæjandi og masandi. — Jæja, til spítalans, segir Ginger og opnar vagndyrnar. —Fljótur, Peter, svo Sam aum- inginn þurfi ekki að bíða. — Tíkall, segir ökumaður, —tíkall fyrir biðina fyrst. — Hvað? segir Ginger og glápir á hann. —Eftir að hafa gefið þér öll þessi glös? — Tíkall, segir ökumaður, —það er samkvæmt taxta. Ginger hélt í fyrstu að hann væri að gera að gamni sínu, en þegar hann komst að raun um, að svo var ekki, reiddist hann og kallaði hann öllum þeim ónefn- um, sem hann mundi eftir, meðan Peter Russet stóð brosandi hjá og reyndi að komast að raun um, hvar þeir væru staddir og hvað um væri að vera. — Borgaðu tíkallinn svo þetta taki einhvern enda, segir Sam vesalingurinn að lokum. —Ég kemst aldrei á spítalann með þessu áframhaldi. Og þetta eru mínir peningar. — Þú heldur þér saman og tal- ar ekki fyrr en þér er sagt, segir Ginger. — Farðu inn, Peter. Peter, sem stóð þarna brosandi og slagandi, misskildi hann og fór aftur inn í krána. Ginger fór að sækja hann og heyrði hávaða að baki sér og sá, að ökumaður var að draga Sam út úr vagninum. Hann kom mátulega snemma til að ýta honum inn aftur, og næstu fimm mínútur áttu þeir í ströngu stríði. Sam hafði nóg með að halda að sér lökunum, og tvisvar dró öku- maður þann hálfan út, og tvisvar ýtti Ginger honum inn aftur, skellti aftur hurðinni, og svo hættu þeir til að blása mæðinni. — Við sjáum til, hvor verður þreyttur á þessu fyrr, segir Ginger. —Haltu í hurðina að innan, Sam. Ökumaðurinn klifraði upp í sætið, og þegar Ginger hljóp til að sækja Peter, ók hann burt á fullri ferð. Sam vesalingurinn hélt, að hann myndi hristast í mola, með- an ekið var á fyllsta hraða úr einni götunni í aðra. Að lokum beygði vagninn inn í húsagarð og stans- aði. — Kallarðu þetta spítala? segir Sam og virðir fyrir sér hesthúsið. — Halló, ert þú þarna ennþá, segir ökumaður, —ég hélt ég hefði látið þig út. — Þú færð fimm mínútur til að aka mér til spítalans, segir Sam — annars kalla ég á lögregluna. — Gott og vel, segir ökumað- ur, spennir hestinn frá og setur hann inn í hesthúsið. —Gættu þín að fá ekki kvef. Hann kveikti á týru og fór að gefa hestinum, en Sam vesaling- urinn sat þarna og varð stöðugt kaldara og kaldara og vissi ekki sitt rjúkandi ráð. — Ég skal kæra þig fyrir mannrán, kallaði hann eins hátt og hann gat. — Mannrán? segir ökumaður. —Hver heldurðu að kærði sig um að ræna þér? Hliðið er opið, og þú getur farið, þegar þér sýnist. Sam skreiddist inn í garðinn og hélt að sér lökunum. —Jæja, viltu aka mér heim? — Ekki að tala um, ég er sjálfur að fara heim. Þú ættir að hypja þig burt, því ég ætla að læsa. Gamla góða merkið ^^TRETORN Merki stígvélanna sem sjó- menn þekkja vegna gæð- anna. Fáanleg: Með eða án trésóla. Með eða án karfahlífar Stígvélin sem sérstaklega eru framleidd með þarfir sjómanna fyrir augum. EINKAUMBOÐ JÓN BERGSSON H/F LANGHOLTSVEGI 82 REYKJAVÍK SÍMI36579 60 VÍKINGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.