Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1980, Blaðsíða 62
hestsins. Síðan labbaði hann af
stað með bréfið. Hann kom að
vörmu spori aftur, og Sam sá á
svip hans, að eitthvað var að.
— Þeir hafa ekki komið heim í
alla nótt, segir hann fýlulega.
— Jæja, ég bara sendi þér pen-
ingana, segir Sam blátt áfram.
—Nema þú viljir heldur sækja þá.
— Ég skal sækja þá, félagi,
segir ökumaður með blíðu brosi
og ekur heim að dyrum hjá Sam.
—Ég veit, að mér er óhætt að
treysta þér. En setjum nú svo, að
hann hafi drukkið sig fullan og
týnt peningunum þínum?
Sam fór út og hljóp að dyrun-
um. —Það mundi ekki gera neinn
mismun, segir hann.
— Engan mismun? segir öku-
maður og glápir.
— Ekki fyrir þig, á ég við, segir
Sam. —Sæll á meðan.
(----------------^
Ingimar
Erlendur
Sigurðsson:
Rekur
Maður
þrjár moldar
rekur:
ást og von
og trú.
Enginn
veit hvað við
tekur:
hvorki ég
né þú.
Hver
uppfrá engu
vekur:
ást og von
og trú.
Maður
þrjár moldar
rekur:
mokað hér
og nú.
v___________________y
ÓH. þýddi
Útgerðarmenn
Vélstjórar
Önnumst allar
raflagnir og viögerölr
í skipum
og verksmiðjum
Símar:
13309 og 19477
62
VÍKINGUR