Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1931, Page 10

Náttúrufræðingurinn - 1931, Page 10
56 NÁTTÚRUFR- ast liggur hryggur þessi yfir dal einn þveran, sem fyrir gosið hefir opnast til útnorðurs, út í dalinn milli Valahnúka og norð- urenda Heklufjallgarðsins. — Hraunið hefir runnið stutt upp eftir dalnum og hallar yfirborði þess all mikið frá sprungunni, til austurs. Tveir lækir, sem renna eftir dalnum, stíflast nú af hrauninu og mynda dálitla tjörn við enda þess. Rennsli Nýja- hrauns sést glögglega á uppdrættinum; það hefir einkum runnið í norður. Endi þess undir Valahnúkum er h. u. b. 460 m. y. s. Framh. Sykttrsýkí og ínsúlín. Kovetni þau, er vér fáum með fæðunni, (t. d. mjölvi í mjöli og kartöflum, mjólkursykur, reyrsykur o. fl.) verða að breytast í einfaldar sykurtegundir, (t. d. svonefndan „mcnosaccharida“ (CnHoO,,) samsvarandi þrúsykri) til þess að geta borist með blóðinu og orðið líkamanum að notum. — En þessi kolvetnissambönd eru, svo sem kunnugt er, nokkurskonar eldsneyti handa líkamanum, er „brenna“ eða breytast í líffærunum, líkt og' eldsneyti í eldi, — taka í sig súrefni og breytast um leið í kolsýru (CO^) eða vatn (H-O), og berast í því formi burt úr líkamanum aftur, ýmist með útönduninni gegnum húðina (sem útgufan eða vatn í svitanum) eða nýrun (t. d. vatn í ]>vaginu). — En við þessi efnaskifti eða brennslu framleiðist líkamshitinn og sú orka, er líkamnn ]>arfnast til allra starfa. Fái heilbrigður líkami meira af kolvetnum, en hann þarfnast til orku- og hitaframleiðslu í svipinn, getur hann geymt leifarnar sem forða til notkunar síðarmeir. — Sumt breytist í svonefnt glykogen, og geymist í lifur og vöðvum, uns það breytist aftur í sykur og brennu þegar líkaminn þarfn- ast. — Sumt breytist í fitu, er á marga geymslustaði í lík- amanum, og fer til hita og orkuframleiðslu, þegar með þarf. Það ber við að ólag er á efnabreytingum kolvetnanna í líkamanum. Þó mjölvinn og hinar samsettu sykurtegundir meltist og breytist í einfaldar sykurtegundir (þrúgusykur), sem líffæin geta venjulega notfært sér til brenslu, ])á getur stundum farið svo, að líkamanum verði sykur ])essi ekki að notum; hann

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.