Náttúrufræðingurinn - 1931, Side 12
58
NÁTTÚRUFR.
dýranna, þannig, að þeir væru í fullu sambandi við blóðæðar,
nytu næringar, og sellurnar gætu haldið Jjroska. Að því búnu
skáru ]>eir burtu úr þeim þeirra eigin briskirtla. — En dýr þessi
fengu engan vott af sykursýki. — Af þessu var það ljóst, að
eigi var það útilokun brissafans frá þörmunum, sem orsakaði
sykursýkina.
Rússneskur maður, Ssoboleiv, sannaði það 1902, að Langer-
hans-eyjarnar ættu hér hlut að máli. Hann batt fyrir leiðslu-
pípur brissafans til þarmanna á all-mörgum tilraunadýrum. —
Er þau höfðu lifað þannig á sig komin all-langan tima, lét hann
slátra þeim. Kom þá í ljós, að selluvefir þeir í brisinu, er fram-
leiða brissafann, er flýtur til þarmanna, var eyðilagður, — en
Langerhans-eyjarnar voru enn í góðu gengi. Enda höfðu til-
raunadýrin elcki fencjið sykursýki.
Þar að auki höfðu menn nú rannsakað briskirtla margra
manna, er höfðu haft sykursýki, og beðið bana af hennar völd-
um eða öðrum orsökum, og fundið, að Langerhans-eyjarnar voru
ýmist með glöggum sjúkdómseinkennum eða miklu færri en
eðlilegt var talið.
Samkvæmt ofansögðu mátti ]>að teljast sannað, að Langer-
hans-eyjarnar í brisinu framleicldu eitthvert líffæralif („hor-
mon“), er væri vörn cjecjn sykursýki, og styddi að |>ví á einn
eða annan hátt, að sykurinn breyttist á eðlilegan hátt í líkam-
anum, og kæmi að notum, sem orku- og hitagjafi.
Nú voru menn búnir að komast fyrir orsakir sjúkdómsins,
eftir því sem unnt var. En þá var eftir að finna meðal, til að
lækna hann. — Þá var hendi næst, að reyna ])á aðferð, að ná
hreinu ]>ví lyfi er brisið framleiddi gegn sykursýkinni, og nota
það sem lyf handa ]>eim, er ]>jáðust af sýkinni. Fengust ýmsir
við tilraunir í ]>essa átt á fyrstu tugum ]>essarra alda. Frakk-
neskur lífeðlisfræðingur, Gley að nafni, komst einna lengst;
honum tókst að ná vökva úr briskirtlum, er nokkuð virtist draga
úr sykursýki á tilraunadýrum. — En tilraunirnar voru svo
vandasamar og fjárfrekar, að hann varð að leggja árar í bát.
Þá komu hinir auðugu Ameríku-menn til sögunnar, sem í
engu ]>urftu að spara fé við rannsóknastofnanir við háskóla
sína. Ungur læknir í Kanada, að nafni F. G. Bantincj, tók tilraun-
ir þessar upp 1921. Fékk hann í félag við sig annan ungan lækni,
C. Ii. Best, og fengu þeir að gera tilraunir sínar í rannsókna-
stofu háskólans í Toronto. — Gerðu þeir tilraunirnar á hund-
um. Þeir bundu fyrir brisleiðslupípurnar til þarmanna á all-