Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1931, Side 15

Náttúrufræðingurinn - 1931, Side 15
NÁTTÚRUFK. 61 um margra annarra dýra. jafnvel fiska, t. d. úr brisum úr sköt- um og hákörlum. Áður en insúlínið fannst, var þeirri aðferð helzt beitt gegn sykursýkinni, að gefa sjúklingum sem allra minnst af kolvetnis- ríkri fæðu (t. d. sykri, mjölva o. fl.). — Það dró að nokkru úr sykurmagni blóðsins, — en var þó neyðarúrræði, sjúklingarnir horuðust niður. Með insúlín-notkun geta sjúklingar notið kolvetnisfæðu, sér að skaðlausu, en þó verða þeir að neita slíkrar fæðu í hófi, og fylgja að nokkru varúðarreglum í mataræði. En sá er Ijóður á þessu gæðameðali að það læknar ekki sjúk- dóminn að fullu. Úr göllunum, sem orðnir eru á Langerhans- kirtlunum í brisinu, verður ekki bætt. — Insúlínið er sem nokk- urskonar uppbót þeirra gagnlegu efna, sem brisið er hætt að framleiða, og sjúklingarnir verða stöðugt að fá vissan skammt af því, til þess að halda heilsunni við. — I Danmörku kostaði fyrst framan af insúlínnotkun eins sjúklings allt að því 500 kr. á ári. Síðan mun kostnaður þessi mikið hafa lækkað. En þessar stöðugu insúlín-dælingar inn undir hörundið voru fyrirhafnar- samar og þreytandi fyrir sjúklingana, og oft nokkur hætta á, að sýklar bærust með dælunálunum inn undir hörundið, svo tjón gæti stafað af, einkum ef sjúklingunum sjálfum var ætiað að annast dælinguna heima hjá sér. — Þess vegna var mikið reynt að fá meðal samsvarandi insúlíninu, er taka mætti inn eða neyta sem matar, svo að sjúklingarnir losnuðu við allt ]>etta umstang, sem insúlínnotkuninni fylgdi. Eftir því sem prófessor Guðm. Iíannesson hefir skýrt oss frá, hafa vísindamenn nú náð ])essu óskamarki. Efnafræðingur í Breslan á Þýzkalandi, Rank að nafni, hefir þrautrannsakað efna- samsetningu insúlínsins, og eftir samsetningu þessa hefir hon- um tekizt að búa til kemiskt efnasamband, er hann nefnir „Synt- halín“, sem vinnur sykursjúkum mönnum svipað eða sama gagn og insúlín. — Þetta meðal geta sjúklingarnir tekið inn sér til heilsubóta. — Vér höfum nú í stuttu máli sagt frá baráttu vísindamanna við einn af sjúkdómum þeim, er þjáð hafa menn um langan aldur,og marg leitt til bana. Með þrautsegju hafa menn leitast við að sigra sjúkdóm þennan, og beitt gegn honum nýjum og nýjum vopnum, er aukin þekking á náttúrunni lagði þeim í hendur. — Loks, hálfri þriðju

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.