Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1931, Page 16

Náttúrufræðingurinn - 1931, Page 16
62 NÁTTÚRUFR- öld eftir að sjúkdómurinn varð kunnur, tókst mönnum að sigr- ast á honum eða fjötra hann svo, að hann ekki lengur getur tal- ist alvarlegt eða dauðhættulegt mein. G. G. B. r Islenzktsr fosfórsýrtíábtírðtir. Fosfórsýra (P-Or,) er eitt af þeim steinefnum, er jurtirn- ar geta eigi án verið, ef þær eiga að ná eðlilegum þroska. í ís- lenzkum moldarjarðvegi, sem rannsakaður hefir verið (ca. 100 sýnishorn), hefir verið að meðaltali 0,16% af fosfórsýru, og í þeim sýnishornum, sem bezt hafa reynzt, um 1%, en í öðrum sýnishornum ]iaðan af minna, allt niður í 0,03%. — Fosfórsýran gengur til ]>urða í ræktaðri jörð, ]>ar sem gróðurinn er sleginn eða tekinn upp og fluttur burtu, nema fosfórsýru sé bætt í jarð- veginn með áburði. í kúamykju blandaðri kúaþvagi, sem hér hefir verið efnagreind, hefir verið 0,08% af fosfórsýru en í ó- blandaðri mykju 0,13% og í sauðataði 0,21%. í erlendum fosfór- sýruáburði tilbúnum (superfosfat), sem hér hefir verið reynd- ur, hefir verið 17—18% af fosfórsýru. í Mókollsdal í Strandasýslu, þar sem bleikjan eða postulíns- leirinn finnst, sem sagt var frá í síðasta hefti Náttúrufræðings- ins, hefir fundizt leir, sem er óvenjulega auðugur af fosfórsýru. Dr. Gruner, sem lét reyna postulínsleirinn úr Mókollsdal, segir frá þessum fosfórleir, og hefir látið efnagreina hann. („Boden- kultur Islands“). Leirinn var tekinn nálægt sjálfu Bleikjuholtinu. Var hann svipaður postulínsleirnum að gerð, en ýmist gulleitur eða rauð- leitur. Efnasamsetningin var þessi: Kísilsýra (SiO-) 27.97 (33.28) %. Alúminíumoxyd (ALO;i) 18.37 (21.68). Járnoxyd (Fe2 03) 22.33 (26.55). Kalk (Ca O) 0.33 (0.39). Magníum (Mg O) 0.94 (1.12). Kalí (K2 O) 0.04 (0.05). Natron (Na2 O) 0.29 0.35) SO;i 1.66 (1.98). Brennisteinn (S) 0.06 (0.07). Fosfórsýra (P2Or.) 12.30 (14.64). Glæðutap 15.77. — Tölurnar utan sviganna sýna hundraðshluta ( %) efnanna í leirnum með þeim raka, sem í honum var, en tölurnar í svigunum hlutföll efnanna í leirnum, raka- lausum. — Samkvæmt þessu voru 12.30—14.64% af fosfórsýru í leirn-

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.