Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1931, Page 7

Náttúrufræðingurinn - 1931, Page 7
NÁTTÚRUFR. 69 bændaskólarnir geta greitt götu þessarar nýungar hér á landi, ef hún reynist flestu öðru arðvænni fyrir búskapinn. — Hvernig væri að gefa nemendum bændaskólanna og áhugasömum bændum kost á námskeiðum við refaeldisfóðrun hér á landi eða í Noregi, þar sem þeir gætu fengið fræðslu um refarækt, og verklega æf- ingu í því að hirða refi. — Þó refirnir hingað til hafi verið lítils- virtir og taldir óalandi og óferjandi hér á landi, mega menn ekki láta það villa sér sýn, þegar um mikilsvert hagsmunamál er að ræða. G. G. B. Frá Hekíti og Hekltíhraanam. Eftir Guðmund Kjartansson frá Hruna. Frh. Sprungan mikla, sem bæði Lambafitjarhraun og Nýjahraun eru komin upp um, kemur næst í ljós í útnorðurhlíð Munda- fells. Þar gaus um leið og á Lambafit (1913). Það er eins og hún veigri sér við að kljúfa sjálft fjallið í sundur, því að hún liggur í dálitlum boga fyrir útnorðurenda þess, utan í fjalls- hlíðinni og kemst hæst 80 m. yfir jafnsléttu, eða hér um bil upp í miðja fjallshlíðina. Svo liggur hún ofan úr henni aftur og nær spölkorn út frá fjallinu í útsuður. Þar eru á henni ein þrjú eldvörp, gígir geta þau ekki kallast. Rennsli hraunsins- frá þeim sést glögglega á uppdrættinum. Einnig hefir runnið hraun úr sprungunni utan í fjallshlíðinni, sem áður var um getið, en það hefir að mestu leyti runnið í norður og nær sam- an við Nýjahraun. Mundafell er á vatnaskilum, ef vatnaskil geta heitið á vatns- lausu landi. Þaðan hallar hinu víða skarði eða dal, sem skilur Heklufjallgarðinn annars vegar og Vatnafjöll og Rauðfossa- fjoil hins vegar, til landnorðurs, inn á Landmannafrétt og til útsuðurs, fram á Rangárvelli. Vatnaskilin eru lægst 750 m.. y. s.), þar sem nýja hrauninu skiftir, vestan undir Mundafelii.. Skarð þetta er alþakið hraunum, bæði úr Heklu og Nýja- hrauns- og Mundafellssprungunni, sem liggur eftir því miðju, og þar að auki sést fyrir tveimur hraunsstraumum, öðrum sunnan við Krakatind, hinum sunnan við Mundafell, sem hafa

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.