Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1931, Page 14

Náttúrufræðingurinn - 1931, Page 14
76 NÁTTÚRUFR^ «» Ornínn í Hvammshömrtím. Örnum er sífelt að fækka hér á landi, og virðist svo, sem þeir muni deyja út, eða hverfa með öllu úr fuglahópnum íslenzka.. Ýmsar ágizkanir hefi eg heyrt um fækkun arnanna, helzt þá, að refaeitrun hafi orðið þeim að fjörtjóni og mun það rétt vera.. Heyrt hefi eg líka því haldið fram, að ernir verpi sjaldan og gangt misjafnlega að unga út, en það mun hafa við lítil rök að styðjast. Fyrir nokkrum árum safnaði P. Nielsen upplýsingum um erni hér á landi og um það, hve víða þeir yrpu. Var það augljóst af þeim upplýsingum, er hann fékk, að örnunum hafði stórum fækkað síðustu áratugi. Það væri æskilegt, að menn enn á ný birtu fregnir um varpstaði arna hér á landi, svo vissa fáist um, hve víða þeir verpa nú og ýmsar upplýsingar um lífshætti þeirra.. Þess vegna sendi eg Náttúrufræðingnum línur þessar. í svonefndum Hvammshömrum sunnan megin Hvalfjarðar verpa ein arnarhjón og hafa búið þar síðan fyrir aldamót og ef' til vill miklu lengur. Örninn verpir snemma á vorin, lánast vel með egg sín og kemur upp ungum árlega, stórum og fallegum. Enda eru þeir aldir á laxi, er arnarklóin dregur úr Laxá og Lax- vogi. Einnig á æðarfugli, sem örninn veiðir á þann hátt, að hann sveimar yfir fuglinum, unz hann styngur sér, en þá hefir ,,assa“ augun hjá sér og hremmir fuglinn um leið og hann kemur úr- kafi. I septembermánuði hefja ungarnir sig til flugs og yfirgefa. hreiðrið. Segja menn þar í nágrenninu, að þeir hverfi þá burt og sjáist ekki framar á þeim slóðum. Hvert fara ungarnir? Það er lítt sennilegt, að ])eir fari af' landi burt. Setjast þeir að í fjarlægum héruðum innanlands?' Eða skyldi því vera þannig varið, að þeir verði ekki langlífir eftir að þeir leggja út í heiminn? Niclsen telur, að hér á landi muni verpa 6—7 ernir; er það ekki fleira en svo, að vel gætu allir þeir ernir, er þau hreiður byggja verið afkomendur einna eða tveggja arnarhjóna. Ellilegur einmana örn hélt til hér í Mosfellssveitinni um 20 ára skeið. Sást hann oft á flögri yfir Miðdal. Oft sást hann að' vetrinum við Grafarvog og var annars oft þaulsætinn við árnar- hér í nágrenninu, á verði yfir veiði. Síðustu tvö árin hefur hann, ekki sést. Er hann líklega að fullu úr sögunni. Tryggvi Einarsson frá Miðdal.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.