Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1931, Blaðsíða 18

Náttúrufræðingurinn - 1931, Blaðsíða 18
80 NÁTTÚRUFR. volga sjónum safnað í steyptar þrær, og þakið yfir þær, mætti nota þessi böð, hvernig sem viðraði. Þá mundi og læknum erlend- is takast að nota sér hveragufurnar og heita hveraleirinn á þessu jarðhitasvæði til lækninga á ýmsan hátt, og takast að laða þang- að sjúklinga víða að. Þegar sólar nýtur, eru þarna líka hentugir staðir til sólbaða í gjám og kvosum í hraununum. — Gígarnir og gosmyndanirnar þarna umhverfis eru margskonar og sér- kennilegar, og mundi mörgum útlendingum, er þar dveldu, þykja þar margt nýstárlegt að sjá, enda þótt staðurinn sé afskekkt- ur og eyðimörk umhverfis að kalla má. 4./5. 1931. G. G. B. Gamall snjór. Fyriv nokkrum árum var verið a'S endurbæta símalínuna og setja niður síniastaura austur á Dinmiafjallg'arði, í nánd1 við svónefnda Haug.a. F.r iand- ið þar 7—800 m. hátt yfir sjó, og skiftast þar á ávalar hæðir og alldjúpar dældir. Þar var grafið fyrir staurum á. ógrónu landi, og var efsta lagiS leir- blönduð möl, y3—1 m. aS þykkt. Þar undir tók við fast. berg eða hruunlag, i/3—y2 m. að þykkt; þar undir kom svo jökull eða þéttur ís, sem eigi. varð kom- izt niöur úr. Guðmundur Hlíödal bæjársímastjóri var þarna viðstaddur, og hefir gefið mér þessar upplýsingar. Hraun þetta héfir runnið yfir hjarnfönn eða jökul, og jökullinn ekki þiðnað síðan. Hefi eg séð sýnishorn af hrauninu; er það svip,að grófgei'ðu grá- grýti. Vér vitum eigi til, að þarna hafi eldgos orðið síðustu þúsund ár. Jökul- gaddurinn undir hrauninu er því kominn til ára sinna, og furöu langt síðan ,sá snjór féll, sem jökullinn er myndaður af. Líklega hefir hann fallið áður en Island var numið. Þarna heldur jökullinn velli sem fast jarðlag í jai'ð- .mynduninni, inni á milli berglaganna. Eru fleiri dæmi til slíks, uppi á hálend- inu, þar sem sumarhitinn er lítill. I hömrunum umhverfis Oskjuvatn í Oskju hafa fannir grafist undir ösku og vikurlög fyrir löngu síðan og haldist þar óleystar og bréytzt í ís á milli jarðlaganna. G. G. B. Latígar í Hrísey. Utarlega í Iirísey austanverðri heita Laugakambar. Sunnan við þá er vík eða vogur, og eru laúgar eða heitar uppsprettur í víkurbotninum. Upp- sprettur þessar eru í fjörunni og flæðir yfir þær um áöfall, en þær liggja eigi lægra en það, að þær koma undan sjó viö hverja fjöru. Vatniö í uppsprett- unum er svo heitt, að menn suðu þar stundum egg til matar. En taliö er, að þær séu heldur að kólna. Þorv. Thoroddsen getur ekki um laugar þessar í ferðaþók sinni eða skrá yfir ísl. laugar og hveri í „Hie Gesehichte der isl. Vulkane" (1925). Upplýsingar hefi eg ferigið frá stud. art. Ilauki Oddssyni :frá Hrísey. G. G. B.

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.