Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1963, Qupperneq 4

Náttúrufræðingurinn - 1963, Qupperneq 4
146 NÁTTÚR UFRÆÐINGURINN tíu árin. Nöfn þau, er notuð eru í Botany of Iceland (skammstafað B.I.), eru sett með í sviga, ef önnur nöfn eru notuð hér en þar. Hvað viðvíkur systematík og latneskum heitum, er liér stuðst við Illustrated Moss Flora of Fennoscandia, en fyrsta bindi þess rits kom út 1954, og er áætlað að síðasta bindið komi út 1964, og er það því nýjasta rit um skandinaviska mosa, en nær allar íslenzkar tegundir af þessum ættbálkum finnast í Skandinavíu. Ég get hér nokkuð um útbreiðslu hverrar tegundar, svo að þeir, sem áhuga hafa á mosum landsins, geti nokkuð áttað sig á, hvaða tegundir þeir geti lielzt átt von á að finna. Frekar lítið er vitað um tit- breiðslu einstakra tegunda, og er því ekki öruggt, að það, sem liér verður sagt um hana, reynist að öllu leyti rétt. Ekki eru hér lýs- ingar á tegundum eða vaxtarstöðum þeirra, slíkt verður að bíða betri tíma. Til þessara þriggja ættbálka til samans munu teljast um það bil 14% allra íslenzkra mosategunda. POTTIALES. íslenzkir mosar af þessum ættbálki tilheyra tveim ættum, Iin- calyplaceae og Pottiaceae. Ættkvíslin Encalypta er eina ættkvísl fyrri ættarinnar, en allar aðrar ættkvíslir ættbálksins teljast til síðari ættarinnar. Flestar tegundir þessa ættbálks vaxa í lítt grón- um jarðvegi, á berri mold, á steinum, þar sem jarðvegur hefur safnast fyrir, í klettasyllum og lóðréttum klettabeltum, á mjúku bergi, á steyptum veggjum og öðrum álíka stöðum, en einstaka tegundir finnast þó jafnframt á gróðurmeira landi. Tegundir, sem tilheyra jaessum ættbálk, eru í Botany of Iceland númer 3—8, 53— 73 og 106-108. 1. Encalypta streptocarpa Hedw (E. conlorta í B.I.) er getið frá Búðahrauni í B.I., og síðan er hún fundin í Austurgili í A.-Skaft. af Eyþóri Einarssyni, og ég hef fundið liana í Grundarfirði á Snæ- fellsnesi. 2. E. procera Bruch, hefur ekki verið getið héðan áður. Hana hef ég fundið á tveim stöðum í nágrenni Reykjavíkur, árið 1959 í Öskjuhlíðinni og 1961 í nánd við Hafravatn. 3. E. ciliata Hedw. er nokkuð víða, einkum á S- og SV-landi, en ekki algeng.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.