Náttúrufræðingurinn - 1963, Page 7
NÁTT ÚRUFRÆÐINGURINN
149
23. B. rufa (Lor.) Jur. (Didymodon rufus í B.I.) er getið frá
nokkrum stöðurn í B.I. Ég hef ekki fundið þessa tegund, en hún
er til í Náttúrugripasafninu í Reykjavík og því örugglega fundin
hér.
24. B. icmadophila Br. Eur. er fundin á nokkrum stöðum.
25. Hymenostylium recurvirostre (Hedw.) Dix. (II. curvirostre
í B.I.) er frekar sjaldgæf.
26. Atioectatigium compactum Schwaegr. er nokkuð víða um
sunnanvert landið.
27. Gymnostomum aeruginosum Sm. (G. rupestre í B.I.) virð-
ist sjaklgæf.
28. }Weisia microstoma (Hedw.) C. Múll. er ekki getið í B.I.,
en Meylan hefur getið hennar héðan 1940.
29. W. controversa Hedw. (W. viridula og W. crispata í B.I.)
er sjaldgæf. Ég hef aðeins fundið afbrigðið var. crispata (Br.
Germ.) Nyholm, en ekki aðaltegundina. Þetta eru taldar tvær
tegundir í B.I., en er hér talið sem ein tegund, og þá sem aðal-
tegund það, sem í B.I. er nefnt W. viridula.
30. W. wirnmenana (Sendtn.) Br. Eur. hef ég ekki fundið. Henn-
ar er getið í B.I. frá einum stað, Hofi í Hörgárdal, og er hún til
í Náttúrugripasafninu frá þeim fundarstað.
31. Trichoslomum brachydontium Bruch, en af þessari tegund
er aðeins fundið hér afbrigðið var. littorale (Mitt.) C. Jens. (T.
littorale í B.I.). Ég hef aðeins fundið þessa tegund við Borgar-
fjörð V., en áður er hún fundin á Reykjanesi, í Vestmannaeyjum
og við Hafnarljörð.
32. (})Tortella inclinata (Hedw. fil.) Limpr. er getið frá Valla-
nesi A. í B.I., en eintök ekki til hér.
33. T. fragilis (Hook. et Wils.) Limpr. er nokkuð víða, en getur
ekki talizt algeng.
34. T. tortuosa (Hechv.) Limpr. er ein algengasta tegund ætt-
bálksins.
Af þessum ættbálki fellur ein tölusett tegund í B.I. algerlega út,
það er Leptodontium flexifolium (Dicks.) Hampe, sem er þar tal-
ín fundin í Grímsey. Sýnishorn af þessum fundi eru til bæði í
Kaupmannahöfn og á Náttúrugripasafninu hér. Þegar Jones rann-
sakaði mosaflóru Grímseyjar fann hann þessa tegund ekki þar og
lét þá rannsaka sýnishornið í Kaupmannahöfn, en í því fannst