Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1963, Side 10

Náttúrufræðingurinn - 1963, Side 10
152 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN því um hann segir í B.I.: „Grimmia (Rhacomitrium) elliptica is recorded in older Jists as found in Iceland by Mörch. The speci- mens in the collections belong to R. fasciculare.“ I>essa tegund hef ég fundið á tveim stöðum í grennd við Reykjavík, árið 1959 skammt frá Kolviðarhóli og síðan 1960 við Kaldársel. 18. R. aciculare (Hedw.) Brid. er allalgengur í ám og lækjum. 19. R. fasciculare (Hedw.) Brid. er nokkuð algengur. 20. R. microcarpon (Hedw.) Brid. er í B.I. getið frá einum stað við Eyjafjörð og mun það enn eini fundarstaður þessarar tegundar hérlendis. Þessi fundur er varðveittur í safninu hér. 21. R. lanuginosum (Hedw.) Brid. (R. hypnoides í B.I.) er hinn alþekkti grámosi eða gamburmosi og ein allra algengasta mosa- tegund landsins. 22. R. canescens (Hedw.) Brid. er einnig mjög algeng tegund. FUNARIALES. Islenzkar tegundir af þessum ættbálk tilheyra tveim ættum, þrjár þær fyrstu ættinni Funariaceae, en hinar fjórar ættinni Splachna- ceae. Tvær fyrstu tegundirnar vaxa hér í jarðhita, sú þriðja á ber- um moldar- eða sandjarðvegi, hin fjórða í raka, en þrjár þær síð- ustu á gamalli kúamykju, hrossataði o. þ. h. Tegundir, sem tilheyra þessum ættbálk eru í Botany of Iceland númer 109—114. 1. (?) Entosthodon obtusus (Hedw.) Lindb. (E. ericetorum í B.I.) hef ég hvorki fundið hér né séð héðan, en hennar er í B.I. getið frá tveim stöðum í jarðhita á Vesturlandi. 2. E. fascicularis (Hedw.) C. Múll. er ekki talin fullgild íslenzk tegund í B.I., en um hana er þar sagt: „Entosthodon fascicularis is said to have been found by Hornemann near Reykjavík, but no specimens of it can be found in the collections, and the occur- rence of this species in Iceland is not probable.“ Ekkert skal um það sagt, hvort Hornemann hefur haft rétt fyrir sér eða ekki, og rétt er það, að ólíklegt mætti teljast að hún yxi hér, enda kom fundur hennar mér nokkuð á óvart. Þegar vaxtarstaðurinn er hafð- ur í huga, er þetta þó ekki eins ólíklegt og ætla mætti, því þannig er um fleiri jarðhitamosa, sem hér finnast. Þessa tegund fékk ég 1961 frá Klúku í Bjarnarfirði í Strandasýslu (Dóra Guðjohnsen) og óx hún þar í jarðhita.

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.