Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1963, Blaðsíða 18

Náttúrufræðingurinn - 1963, Blaðsíða 18
160 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN út yfir þá brún, sem framburður barst á Tertiertímanum. Af þessu er ljóst að efni landgrunnsins, hörðnuð setlög, er að mestu fram- burður frá þessum tíma. Hin mikla heildarþykkt laganna byggist m. a. á því að botninn seig jafnharðan undan setlagafarginu. En nú hækkaði og lækkaði sjávarborð mörgum sinnum á Tertier- tímanum. Þegar sjór stóð lágt langan tíma má gera ráð fyrir, að hverju sinni hafi myndazt strandflötur, skorinn í þau setlög, sem áður höfðu borizt fram. 1. mynd á að sýna Jjverskurð af landgrunn- inu og hugsaða legu slíkra fornra strandflata. Með þetta í huga kemur það vel til greina, að núverandi landgrunn sé í aðalatriðum einn slíkur strandflötur, myndaður síðla á Tertiertímanum. Fram á hann hefðu síðar borizt nokkur setlög á ísöld og við lágstöðu sjávar þá hefðu ýmsir drættir hans mótazt, en höfuðdrættirnir væru eldri. Þessi skoðun styrkist, Jregar það er athugað, að utantil í land- grunninu við austurströnd Norður-Ameríku eru víða hörð setlög og hin yngstu þeirra, sem tekizt hefur að ná sýnishornum af, eru frá Míósentíma. Samkvæmt Jjví kæmi til greina að álíta landgrunn- ið myndað með sjávarrofi seint á Míósen, en þó virðist sennilegra af ýmsum ástæðum, að Jrað hafi ekki myndazt fyrr en seint á Plíósen. Það á sjálfsagt langt í land, að slík innri gerð landgrunnsins, eins og 1. mynd gefur í skyn eða enn margbrotnari mynd, verði sannpróf- uð; til þess þarf mjög margar og djúpar borholur í gegnum set- lögin. En þar sem olíulög hafa fundizt í landgrunninu við Ameríku miðar slíkri könnun þó vel áfram. Austanmegin Atlantshafsins eru víðáttumiklir l>ankar og breið landgrunn, allt frá svæðinu suðvestan Ermarsunds og upp til Fær- eyja og minna mjög á bankana við Nýfundnaland um dýpi og annað. Suma Jressara banka má skýra eðlilega sem langvarandi rof við allt að 200 m lægri sjávarstöðu: á minni bönkunum suður af Færeyjum er afsléttun við hið lága sjávarmál alger, á næststærsta bankanum stendur enn klettur (Rockall) upp úr sjó og á þeirn stærsta standa Færeyjar sjállar eftir. Þetta mætti skýra vel með rofi, sem svaraði til um 80 krn breiðs strandflatar (framburður utan til meðtalinn). Loks er landgrunnið kringum ísland alveg sambærilegt við slíkan strandflöt. Aðstæður á svæðinu umhverfis og suður frá Færeyjum skýrast
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.