Náttúrufræðingurinn - 1963, Page 20
162
NÁTTÚRUFRÆÐIN GURINN
tveggja, en verður að álítast alveg án sambands við liið miklu víð-
áttumeira land, sem hér var til snemma á Tertiertímanum. Ntiver-
andi land varð til sem árangur a£ lyftingu takmarkaðs svæðis upp
úr hinni fornu víðáttumeiri hraunasléttu, jafnframt því sem víðara
umhverfi kann að hafa sokkið í sæ. Það hefur varla átt sér stað
fyrr en á Míósen og sumt bendir raunar til þess, að það hafi gerzt
talsvert seinna. Þannig fæst þá hámarksaldur grunnsins, þvi telja
má óhugsandi að grunnið geti verið eldra en lyftingin; hún hefði
að minnsta kosti mjög raskað því.
Ljósari niðurstöðu verður nú reynt að fá með því að athuga
nánar grunnið sjálft. Verður þá farið eftir sjókortunum, en þau
gefa allgóða hugmynd um dýptarhlutföll á sjálfu grunninu, þar
sem lóðanir eru þéttar. Utan við grunnið eru lóðanir sums staðar
mjög strjálar, eins og úti fyrir Vesturlandi og Norðausturlandi.
Aðaldrættirnir sjást þó einnig þar, enda þótt gera megi ráð fyrir
að ýmislegt vanti þar enn í myndina. Á 2. mynd eru sýndar 100 m
dýptarlínurnar, svo og 50 m línur (strikalínur) á sjálfu grunninu
og nokkru víðar. Þetta kort er sýnt hér til yfirlits og verður að
öðru leyti að vísa til sjókortanna. Til er líkan af botninum um-
hverfis ísland og er ágæt mynd af því í bókinni Hafið eftir dr.
Unnstein Stefánsson og skal hér vísað til hennar til heildaryfirlits
yfir stærra svæði en sýnt er á 2. mynd.
Landgrunnið er skýrast og reglulegast suðaustantil við landið,
frá miðju Austurlandi til Eyjafjalla, og kalla ég þetta SA-svæðið.
Landgrunnið hefur hér skarpa bogadregna brún á 200 m dýpi. Frá
henni liggur brekka (forbrekkan), sem víða hefur um 4° halla, eða
þar sem fordýpið er mikið og allt að 1100—1200 m, en hallinn
minnkar niður í 11/£°, þegar kemur að Færeyjahryggnum og for-
dýpið er orðið 600—400 m. Vestast er um 30 km langur kafli, þar
sem halli kemst upp í 12—15°. Það er athyglisvert, hve brúnin er
regluleg þrátt fyrir mikið misdýpi, sem landgrunnið rís upp af.
Breidd grunnsins er um 90 km austast, en minnkar til vesturs nið-
ur í eitthvað 12 km úti fyrir Dyrhólaey.
Úti fyrir Eyjafjöllum breikkar grunnið aftur snögglega og mynd-
ar nú Selvogsbanka með um 60 km breidd. Brúnin verður jafn-
framt óskarpari og lorbrekkan hallaminni eða tæplega U/C0’ °g er
það hinn ríkjandi forbrekkuhalli víðast hvar kringum landið, þar
sem hægt er að ráða hann af dýptarmælingum.