Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1963, Side 26

Náttúrufræðingurinn - 1963, Side 26
I()<) NÁTTÚ RUFRÆÐIN G U R I N N 3. mynd. Ris landsins og sig landgrunnsins vegna efnisflutnings. Óslitna línan miðast við það, að eyðst hafi af landinu jafnþykkt lag (400 m), slitna línan miðast við það, að eyðingarlagið hafi þykknað frá 300 m við miðju lands til 500 m á jaðri. Á lárétta ásnum er sýnd fjarlægð í km frá miðju fandsins. Fig. 3. Isostatic rise of the country and sinking of the shelf area as a result of erosion and deposition after isolation of tlie country. The full line corre- sponcls to even denudation (400 m), the broken line to denudation increasing from 300 m in the centre to 500 m at the coasl. Abscissae are distance in kilo- metres from the centre of the country. mörk hér verði einnig að teljast svo gömul. Á hinn bóginn hlýt ég nú að efast um að þessi sjávarmörk beri að skýra með allsherjar falli sjávar; að því er ísland snertir skýrist lega þeirra eðlilega með tilfærslu efnis. Sigdældin undir landgrunninu er að sjálfsögðu fyllt af framburði, hún orsakast af því fargi. í henni ættu neðan til að vera lög frá elzta tíma landgrunnsins. Slík setlög gætu og komið fram í brún grunnsins eða í hlíðum neðansjávardala, sem skera sig niður í grunnið. Eins og að ofan getur kann allsherjar-sjávarmál að hafa breytzt lítið í sögu grunnsins og hafi slík breyting orðið hefur það fremur verið lækkun en hækkun. í þessu ljósi þarf núverandi dýpi á land- grunnsbrún sérstakrar skýringar. Það gæti stafað af eyðingu við lág- stöðu sjávar á ísöldunum, eins og Shepard heldur fram. En þessi skýring er ekki vel aðgengileg, eins og áður var sagt; eyðing grunns- ins á ísöldunum mun einkum fólgin í myndun dalanna á grunn- inu. Til greina kemur að hugsa sér grunnið sem siginn flöt. Þetta

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.