Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1963, Qupperneq 28

Náttúrufræðingurinn - 1963, Qupperneq 28
NÁTTÚRUFRÆÐINGU R I N N i(i8 Hornafjarðardjúp og Lónsdjúp liggja öll í beinu framhaldi af til- svarandi jökulám. Breidd þeirra er 15—20 km, en dýpið aðeins 50— 100 m miðað við yfirborð grunnsins. Má af þessu sjá, að árnar hafa flæmzt víða við nokkurn veginn kyrrstætt sjávarmál, en það bendir eindregið til þess, að þær hafi mætt á og rutt fram tiltölulega mjúk- um lögum, þ. e. lítt eða óhörðnuðum sand eða leirlögum. Skaptárdjiip stefnir skáhallt til norðausturs upp að Skaptárós. Er athyglisvert, að það liggur fram hjá ósum Kúðafljóts án þess áhrif þaðan séu sýnileg. Hefði þó sýnzt eðlilegra að állinn stefndi ein- mitt til Kúðafljóts, því þar hefur Skaptá sennilega einnig komið frarn að miklu leyti áður en hraunin flæddu yl'ir Meðalland eftir ísöld. Einkennilegt er einnig, að ekkert mótar fyrir ál í framhaldi af Jökulsá á Sólheimasandi. Þessar staðreyndir mætti skýra þannig, að Skaptárdjúp sé raunar framhald Héraðsfljóts og Núpsvátna, en bæði Skaptá og Kúðafljót hafi komið fram vestar en nú og þá fyrir það misgengi í nánd við Mýrdalinn, sem áður var vikið að. Athyglisvert er að ekkert mótar fyrir álum í lramhaldi af Þjórsá og Ölfusá, og verður síðar vikið að því. Fyrir austan Lónsdjú]3 tekur við Berufjarðaráll og er þar þó naum- ast um að ræða uppland, sem framkallað hefði stórá. Enn óljósara verður samband álanna fram af Fáskrúðsfirði og Revðarfirði við stórár, og ekki er auðvelt að reikna með aðgreindum jökultung- um svo langt úti á grunninu. Næst er að geta djúps langt úti fyrir Mjóafirði og annars beint út frá Seyðisfirði og í sambandi við hann. Er enn síður hér en sunnar hægt að benda á stórá eða reikna með sjálfstæðum jökul- tungum, er skýrt geti þessi djúp. Þó er Seyðisfjarðardjúpið engu minni dalur en þeir, sem liggja út frá Skeiðará og Jökulsá á Breiðamerkursandi. Loks má segja um djúpin fyrir Austurlandi, að þau eru víð og óreglulega löguð, en dýpið er svipað og sunnan- lands, víða um 250 m. Þetta samband mikilla ála og djúpa við fjarlæga firði og smáár nútímans er ekki auðskilið og verða frekari rannsóknir að koma til áður en ]rví verði gerð viðhlítandi skil. Norðar kemur Héraðsdjúp, sem gengur með yfir 200 m dýpi alveg inn á Héraðsflóa. Er athyglisvert, að það skuli ekki hafa fyllzt upp af framburði. Út af Vopnafirði er enginn megináll heldur þvert á móti Vopna- fjarðar-grunn, en grunnur áll gengur í sveig suður í Héraðsdjúp.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.