Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1963, Page 30

Náttúrufræðingurinn - 1963, Page 30
170 NÁTT ÚRUFRÆÐINGURINN þess að áin liaíi runnið þarna út til Skjálfandadjúps, en fróðlegt gæti verið að fá nýtt og ýtarlegt sjókort af þessu svæði. Aðstæður sýna annars hér eins og raunar yfirleitt þar sem há ljöll ganga út að sjó, að landgrunnið er að nokkru leyti, þ. e. innri hluti þess, myndað með sjávarrofi eftir að fornu dalirnir þróuðust við hina háu sjávarstöðu. Eyjafjarðarállinn nær allt að 600 m dýpi norðvestan Grímseyjar og er miklu dýpri en aðrir álar á grunninu. Hann kann og að vera annars eðlis, þ. e. gjá, sbr. og að ung eldsumbrot hafa ef til vill orðið á svæðinu Hólsgrunn—Kolbeinsey.. Sérstaða þessa áls sést og af því, að Skagafjarðardjúp dýpkar ekkert áberandi þar sem það sameinast honum, nær aðeins um 300 m dýpi. Skagafjarðar- og Húnaflóadjúp hafa óvænta stefnu, sem minnir á sprungustefnu Suðurlands. Á Innragrunni rnætast þessir drættir og NNV-stefna Skagans og Skagafjarðar. Sennilegt virðist, að grágrýti Skagans nái út á Skagagrunn og væri mikilvægt að fá úr því skorið. Sé gert ráð fyrir að þetta sé rétt, felst í því bending um það, að á landgrunnið eins og það liggur nú fyrir megi í aðalatriðum líta sem framhald strandflatarins, er myndaðist seint á Plíósen eða við upphaf jökultímans. Sá flötur er siginn yzt við Eyjafjörð og sömuleiðis hallar honum út Skaga. Yfir hann breiddust Skagahraunin, fyrst við öfuga segulstefnu, en síðar við rétta, og er þarna sennilega um síðustu umskipti segul- sviðsins að ræða. Landgrunnið getur hafa verið hluti af strandflet- inum; honum hallar norður um 1 /0 úr gráðu á Skaga, eða mjög líkt og landgrunninu. Reykjafjarðarál vantar alveg stórá að baki og líkist að jrví leyti ýmsum álum fyrir Austurlandi. Út af Djúpál (ísafjarðardjúp) virðist framburðartunga teygjast fram úr landgrunnsbrúninni. Síðar skarst hún í sundur, er Djúp- állinn grófst frekar niður. Þessi þróun leiddi til myndunar Halans. Grjótdreif er talin liggja Jrvert fyrir mynni dalsins, sem sker sund- ur framburðartunguna, á 200 m dýpi. Er hún þá væntanlega étin út úr framburðinum við tilsvarandi sjávarstöðu, þ. e. fína efnið hefur borizt burt, en Jrað grófa orðið eftir og myndað malarkamb. Væri fróðlegt að þetta yrði kannað nánar. Víkurál vantar augljóst samband við upplandið líkt og Reykja- fjarðarál. Þetta er og alveg sérstaklega áberandi um Jökuldjúpið

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.