Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1963, Page 32

Náttúrufræðingurinn - 1963, Page 32
172 NÁTT Ú R UFRÆÐI N G U R J N N andi yfirborðs grunnsins, þar á meðal álanna, er tengd jarðsögu landsins síðast á Plíósen og á ísaldatímanum. Hvernig sú tenging er í einstökum dráttum er enn óljóst og hugleiðingar mínar eru settar fram í þeim tilgangi að þannig megi verða ljósara hvers konar rannsóknir þarf að gera á grunninu. (i. Landsamband við önnur lönd. Hjá grasafræðingum og dýrafræðingum hefur landbrú milli ís- lands og meginlands Evrópu lengi verið á dagskrá. Gengur erfið- lega að skýra útbreiðslu jurta og ófleygra lægri dýra nema að slík landbrú hafi verið til og það seint á ísaldatímanum. Sumir hafa reiknað með landbrú á síðasta hlýviðrisskeiði, aðrir jafnvel eftir ísöld. Ofangreindar atlniganir og hugleiðingar benda til þess að landið sé búið að vera einangrað æði lengi eða frá upphafi dalamyndunar. Landgrunnið er vottur um einangrun og ekkert bendir til þess að tilsvarandi myndun liggi á hryggnum milli Islands og Færeyja. Á hryggnum er, svo langt sem sjókortin ná, engin slík flatneskja, er líkist eyðingarfleti, en slíkir fletir eru annars almennir niður á um 200 m dýpi. Mesta fall sjávar, sem landgrunnsdalir gætu bent til, er um 300 m, og með hliðsjón af áðursögðu og sögu Krísuvíkur- svæðisins (sbr. Trausti Einarsson 1962) mætti ætla, að það hafi orðið allsnemma á ísöld, annaðhvort á Mindel eða Gúnz ísöld. Slíkt sig hefði opnað tiltölulega mjög greiða leið fyrir plöntur og dýr frá Bretlandi til Færeyja og hefði stytt leiðina milli Islands og Færeyja úr 425 km í 280 km. Auk þess hefðu nokkrir klettar komið upp úr sjó á Færeyjahryggnum og hefði það minnkað lengsta haf- kaflann niður í 135 km. Kernur þá sjálfsagt til athugunar, hvort vindar og fuglar geti ekki komið í stað landbrúar. Eiginleg óslitin landbrú hefði vart átt að vera til síðan einhvern tíma á Plíósen í síðasta lagi. Lokaorð. Landgrunnið er ekki aðeins heimkynni nytjafiskanna heldur hef- ur og komið í ljós við strendur sumra landa, að í grunninu sjálfu eru l'ólgin mikil verðmæti. Löggjöf hefur fyrst og fremst miðazt við auð sjávarins yfir grunninu, en í seinni tíð hefur hún sums

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.