Náttúrufræðingurinn - 1963, Blaðsíða 39
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
179
Enda þótt suðrænt fræ berist að sjávarströndu eða eyðisandi, er
það ekki vænlegt til þroska, þar sem ekki eru sérstök vaxtarskilyrði
fyrir hendi. Með tíu þúsund ára tilraunum náttúrunnar hefur
landtakan aðeins tekizt hjá tiltölulega fáum tegundum. Oft sjást
þó margs konar fræ í hrönnum í fjöruborðum, t. d. af strandjurt-
um og störum, og væri nokkurs virði að kanna nánar þann reka.
Eins væri fróðlegt að athuga flotmagn hinna ýrnsu fræja. Smá-
athugun gerði ég fyrir nokkru með að geyma hvannafræ í sjó.
Eftir eitt ár voru um 80% fræjanna enn á floti. Hvannafræ er
að vísu vel varið korki, og er vafalítið, að margt fræ hefur minna
flotmagn, en þetta sýnir þó, að fræ getur haldizt á floti í sjó nægi-
lega langan tíma til jress að geta borizt milli landa.
Ekki er ósennilegt, að fræmagn það, sem berst til sjávar sé mis-
mikið á ýmsum tímum. Á jreim tíma, sem jökla leysti i lok ísaldar,
fór sjávarborð hækkandi og gekk á gróið land. Þetta hefur aukið
nokkuð möguleika á reka. Löndin risu síðan úr sæ, og á rneðan á
þessari breytingu frá hæstri stöðu til núverandi sjávarmarka stóð,
2. mynd. Fræreki at húsapunti, mel og Ijörukáli.
Drifted seed Of Agropyron, Elymus and Cakile.