Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1963, Side 44

Náttúrufræðingurinn - 1963, Side 44
]84 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN undanna, gátu þessar jurtir ekki dreift sér nema mjög takmarkað, þegar lífsskilyrðin bötnuðu aftur. Nokkrar sjaldgæfustu tegundir landsins tilheyra ef til vill þessum ílokki, og höfundurinn nefnir sem dæmi um hann jakobsstiga, glitrós, skógelftingu, hlíðarburkna o. fl., sem að vísu eru tegundir, er allar gætu verið aðfluttar af mönnum. Nú er einmitt þess að geta, að með strjálum innflutningi jurta til landsins myndi hið sama fyrirbrigði og hér er lýst skapast, og það jafnvel í enn ríkari mæli. Nemi jurtir land eftir flutning með hafstraumum eða með flutningi fugla, verður útbreiðslumynd- in svipuð og hefði um einangrun af völdum ísa verið að ræða. Jurt- in dreifist út frá einu ákveðnu eða nokkrum ákveðnum miðsvæðum. Jurtirnar dreifast mest, sem fyrst berast eftir ísöld og auðveldast eiga með dreifingu undir þeim vaxtarskilyrðum, sem landið hefur upp á að bjóða; fyrst sandjurtir og svalviðrisjurtir, en hlýviðris- jurtirnar hægar og lítið, fyrr en hlýna tekur í veðri. Jurtirnar berast hingað sem örfáir einstaklingar. Erfðastofn tegundarinnar hér á landi verður því mjög takmarkaður. Tilbrigði innflutta stofnsins verða einhæf, og tegundina vantar fjölbreytni til þess að geta mætt hinum misjöfnu skilyrðum, sem landið og loftslagið bjóða upp á Það er ef til vill ekki fyrr en eftir endurtekinn aðflutning einstakl- inga á sama svæðið, eða við það, að tvö vaxtarsvæði jaðra saman og hóparnir tímgast, að næg fjölbreytni fæst í innflutta stofninn. Hið nýja blóð, sem kemur, eða hin nýja samvíxlun, eykur erfða- stofninn og verður til þess að skapa vaxtarþrótt og aukna frjósemi, og þá fyrst tekur tegundin að breiðast út, en þetta hlýtur að vera tilviljunarkennt, hvenær og hvar þetta gerist, og útbreiðslan að vera mjög háð því, hvernig landneminn er úr garði gerður. Oft er talað um að íslenzku einstaklingarnir séu nokkuð frá- brugðnir ættingjum sínum á meginlandinu. Hefur það meðal ann- ars orðið til þess, að meðal sumra þessara jurta hafa verið nefndar „einlendar undirtegundir“ eða undirtegundir sérstæðar fyrir ísland. Þær jurtir eru þó fáar, sem hala hlotið slíka viðurkenningu. Það er ekki nema eðlilegt, að innflutti jurtastofninn verði að nokkru frábrugðinn tegundinni á meginlandinu, þar sem hann er aðeins lítið sýnishorn af heildinni, eða grein af hinum stóra meiði. Við getum tekið til dæmi úr heimi manna. Hefðu einu íslending- arnir, sem fluttu vestur um haf, verið rauðhærðir, væri rautt hár

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.