Náttúrufræðingurinn - 1963, Side 45
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
185
einkennandi fyrir Vestur-íslendinga, og þeir því nokkuð frábrugðnir
íslenzku þjóðinni í heild. Þannig er það einnig meðal landnema
jurta á íslandi, að þær bera ekki allar fjölbreytni tegundarinnar.
En þar sem íslenzku jurtirnar vaxa auk þess við nokkuð önnur skil-
yrði en á meginlandinu, er ekki undarlegt, þótt nokkur útlitsmun-
ur verði á. Skal þar til nefna afbrigðileg einkenni draumsóleyjar-
innar, Papaver radicatum, eða augnfróar, Euplirasia. Má þó gera
ráð fyrir, að á meginlandinu finnist enn í hópnum einstaklingar
með íslenzku gerðinni, og það þá helzt til fjalla.
Hins vegar er það athyglisvert við íslenzku flóruna, að hér skuli
ekki finnast neinar einlendar tegundir eða jurtir sérstæðar fyrir
landið fremur en þessi afbrigði. Sýnir þetta, hve ung flóran er hér
á landi, og bendir eindregið til þess, að hér séu ekki jurtir, sem
lifað hafa af ísöldina, einangraðar frá tegundum meginlandanna í
kring. Þetta hafa flestir jurtafræðingar, sem fjallað hafa um upp-
runa íslenzku flórunnar, gert sér grein fyrir, en lagt misjafnan skiln-
ing í.
Miðsvœði og miðsvœðisjurtir.
Eins og fyrr er sagt, eru sumar tegundir íslenzku flórunnar
bundnar við einstaka landshluta, þess vegna hafa ýmsir grasafræð-
ingar ályktað, að á þeim svæðum hafi tegundin lifað af ísöldina og
dreifzt þaðan lítið út. A þessum sömu svæðum vaxa og aðrar al-
gengar jurtir, eða um helmingur íslenzku flórunnar, sem er dreifð-
ur nokkuð jafnt yfir allt landið.
Ætla mætti nú, að það væru fyrst og fremst fjalla- eða svalviðris-
jurtirnar, sem einkenndu þessi svæði, og hefðu þær frekast hjarað
af ísöldina, en síðan einangrazt á fjallatindum eins og frændur
þeirra í Skandinavíu. En það eru ekki fjalla- og svalviðrisjurtir, sem
eru einkennandi fyrir miðsvæðin. Svalviðrisjurtirnar eru einmitt að
mestu dreifðar um hálendið, en láglendis- og hlýviðrisjurtirnar aft-
ur á móti einangraðar. Af þessum ástæðum verður að draga þá
ályktun, að fjallajurtirnar hafi einnig lifað á íslausum svæðum, en
haft meiri útbreiðsluhæfileika og breiðzt örar út eftir ísöld en lág-
lendisjurtirnar. Fjölgunarmöguleiki fjallajurta er hins vegar mun
minni en meðal láglendisjurta og grundvöllurinn því vafasamur
fyrir ályktun sem þessari. Sennilegra er, að svalviðrisjurtirnar hafi