Náttúrufræðingurinn - 1963, Qupperneq 52
192
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
Kápuskreyting Gísla B. Björnssonar er til augnayndis. Plastkápan er nýjung,
sem Jreir læra bezt að nieta, er leita ráða bókarinnar í misjöfnum veðrum.
Því miður hefur pappírsval tekizt síður en skyldi. Pappírinn er of gljúpur og
hætt við, að hann Jxtli illa vos.
Að lokum vil ég færa þýðanda og útgefanda Jtakkir mínar fyrir Jretta
myndarlega framlag til íslenzkrar náttúrufræði. Hér á landi hefur lengi verið
skortur á slíkri bók um fugla (ekki síður en um aðra flokka dýraríkisins), enda
á hún þegar miklum vinsældum að fagna. Ég er ekki í neinum vafa um, að
Fuglar lslands og Evrópu verður öllum íslenzkum náttúruunnendum til ómet-
anlegs gagns og gamans. Megi fleiri slíkar fvlgja í kjölfar liennar.
Arnþúr Gurðarsson.
UNGLINGABÆKUR UM NÁTTÚRUFRÆÐI.
Mikið er gefið út af bókum í landi hér, en jtó er mjög bagalegur skortur á
alþýðlegum fræðslubókum náttúrufræðilegs efnis, ekki sízt bókuni við hæfi
barna og unglinga, sem glætt gætu eða vakið áhuga þeirra á Jressum fræðum.
Erum við að verða algjörir eftirbátar annarra þjóða í þessu. Þar eð flestir
unglingar eru nú orðið stautfærir i ensku langar mig til að vekja athygli á
bókaflokki, sem gefinn er út af forlaginu Weidenfeld & Nicolson ((Educational)
Ltd. í Lundúnum. Þessi bókaflokkur nefnist The Young Enthusiastist’s Library
(Bókasafn unga áhugamannsins) og skiptist í marga undirflokka, svo sem The
Young Scientist, The Young Engineer o. s. frv. í flokknum The Young Scientist
(Ungi vísindamaðurinn) eru komnar út einar 15 bækur og von er á fleirum.
Fjalla Jtær um liin ólíkustu efni, alll frá gervihnöttum til erfðafræði. Þær eru
um 150 bls. að stærð og nettóverð í Englandi níu og hálfur skildingur. Tvær
af þessum bókum hef ég lesið. Önnur ber heitið The Crust of the Earth (Jarð-
skorpan) og er eftir V. A. Firsoff, hin heitir Rocks, Minerals and Fossils (Berg,
steinar og steingervingar) og er eftir W. Sheplierd. Báðar virðist mér vera
skemmtileg og greinargóð lesning fyrir áhugasama unglinga og eru þær báðar
skrifaðar á Jtað einfaldri og auðveldri ensku, að llestir unglingar á gagnfræða-
stigi ættu að eiga auðvelt með að lesa Jtær.
Þess má geta, að sama bókaforlag gefur út bækur um náttúrufræði ætlaðar
9—11 ára börnunt. Heitir ein þeirra Earthquakes and Volcanoes (Jarðskjálftar
og eldfjöll) og er eftir A. Wellmann. í lienni eru tvær myndir írá íslandi,
önnur af Geysi, hin frá Hveravöllum, og hefur sú meinlega villa slæðst inn
í undirskrift síðarnefndrar myndar, að hún sýni eldgíga. En í heild er jtetta
læsileg barnabók og líkleg til að glæða áhuga á jarðfræði. Væri sannarlega
þörf á slikri bók eða svipaðri á íslenzku, Jtví ekki varðar íslenzk börn minna
um eldgos og jarðskjálíta en Jtau ensku.
Sigurður Þórarinsson.