Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2007, Blaðsíða 45

Náttúrufræðingurinn - 2007, Blaðsíða 45
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags ekki öllum myndum og byggt á 2. útgáfu frá 1812. Þýðendur voru Ferdinand Retenbacher og Francis C. Coleman8 og var þýðing þeirra einnig birt í tímariti í Berlín þetta ár. Þá var ferðalýsingin gefin út á þýsku í Leipzig 1821 í ritröðinni Die wichtigsten neuen Land- und Seereisen og endurprentuð þar 1829.940 Árið 1821 birtist ritið á hollensku í Gravenhagen, þ.e. ferðasagan án mynda.11 Einnig er til útgáfa á þýsku frá Vín frá árinu 1826.12 Travels in lceland hefur ekki komið út á íslensku í heild, en árið 1946 birtist kafli úr ritinu í þýðingu Vil- hjálms Þ. Gíslasonar í bókinni Glöggt er gests augað og Ragnar Karlsson þýddi og birti í Árbók Suð- urnesja 1986-1987 ferðakafla Mac- kenzies um Reykjanesskaga.1314 Ragnar telur líklegt að bók Mac- kenzies hafi ekki birst á íslensku vegna þess að ferðadagbækur Henrys Hollands voru gefnar út hér á landi árið 1960 og endurútgefnar 1992 og þá með myndum úr Travels in lceland.2 Mackenzie tók fram að í skrifum sínum hefði hann stuðst við dagbækur Hollands. Texti hans var þó hógværari og síður persónu- legur en skrif Hollands, enda ætlað- ur til birtingar á prenti. Hins vegar þykir lýsing Hollands nú skemmti- legri lesning og gæti það einnig hafa dregið úr vilja manna til út- gáfu, sem og hitt að mönnum er orðið ljósara en áður hve mikinn þátt Holland átti í ferðalýsingunni og þar með bókinni allri.2-4 Bretarnir þrír sem hér koma við sögu áttu eftir að hljóta frama í heimalandi sínu. Þeir urðu allir félagar í Royal Society og Holland og Bright voru meðal þekktustu lækna í London á sínum tíma, báðir læknar við konungshirðina.15 En hafa verður í huga að þegar þeir ferðuðust til íslands árið 1810 var Henry Holland aðeins á 22. ald- ursári og Richard Bright ári yngri. Sir George stóð á þrítugu og þótt ekki sé kunnugt um skólagöngu hans átti hann þá þegar rannsóknar- feril að baki, en hinir tveir eðlilega ekki. Holland hafði útskrifast í læknisfræði um vorið þetta sama ár, 1810, og Bright hafði nýlega hafið læknanám.1516 Það er því frekar vel í lagt að kalla þá tvo síðastnefndu vís- indamenn um þetta leyti, eins og sést hefur að undanförnu, og að telja þá báða lækna er einum of langt gengið.2-3-13-14'17'20 Lýsing Vilmundar Jónssonar í Læknatalinu 1970 er hins vegar nærri lagi.2 Leið er einnig sú ónákvæmni, og stafar ugglaust af ókunnugleika á bresku titlatogi, að gera ekki mun á barón og barónett eins og margoft hefur sést um Sir George Steuart Mackenzie, barónett, F.R.S.Ed., F.R.S.214'18-21 Þótt Travels in Iceland sé mynd- skreytt eru ekki myndir af leiðangurs- mönnum í henni og þegar farið var að grennslast fyrir um mynd af Mac- kenzie, vegna útgáfu rits um sögu jarðhitarannsókna á íslandi, fannst engin. í ljós kom þó á Netinu að mál- verk af honum hafði verið selt á upp- boði í London fyrir nokkrum árum. Haft var samband við listaverkasal- ann, Christopher Foley að nafni, sem náði tali af eigandanum. Eigandinn var síður en svo mótfallinn birtingu myndar af málverki sínu, en hvorki eigandinn né listaverkasalinn átti ljós- mynd af verkinu. Eigandinn, sem býr í Sviss, bauðst þá til þess að taka ljós- mynd af málverkinu (4. mynd) næst þegar hann ætti leið um kastala sinn í Skotlandi, en þar er málverkið af Sir George geymt. Liðu ekki margir mán- uðir þar til sú mynd sem hér birtist barst með tölvupósti og var það í fyrstu viku júní 2005. Það var einnig fyrir milligöngu listaverkasalans í London, því eigandi málverksins vildi ekki láta nafns síns getið eða hvar harrn byggi í Skotlandi og Sviss.22 Að vísu var bókin um jarðhitarann- sóknir þá komin út, svo að ekki varð af birtingu myndarinnar í henni.17 Sir Henry Raeburn (1756-1823) var líklegast þekktasti portrettmál- ari Skotlands á sínum tíma, kallaður „the Scottish Reynolds". Það mál- verk sem hér um ræðir málaði Sir Henry á árunum 1811-1813, að því er talið er, en áður hafði hann mál- að aðalsmanninn á unglingsaldri, eða um 1795. Málverkið sem hér er kynnt var á sýningu Royal Academy 1813 og var meðal verka á sýningu helgaðri Raeburn árið 1876. Síðast var það sýnt 1997 hjá Lane Fine Art í London.23 George Steuart Mackenzie var einkasonur Sir Alexanders Mac- kenzie, 6. barónetts af Coul, og Katharine (f. Ramsay). George tók við barónett-titli að föður sínum látnum árið 1796. Sir George er lík- legast þekktastur fyrir að hafa sýnt fram á að demantar eru úr kolefni, og segir sagan að þá hafi hann brennt gimsteina móður sinnar í til- raunaskyni. Sir George var kosinn félagi í Royal Society í Edinborg, yngstur allra sem teknir hafa verið í það félag (hann var einnig félagi í Royal Society í London eins og áður var nefnt). Hann tók þátt í sam- keppni 1839-1840 um gerð fyrsta frímerkisins og ritaði meðal margs annars um landbúnað í héruðunum Ross og Cromarty.24 Hann var sann- færður um að Skosku hálöndin væru betur sett með sauðfé en án þess. Sir George Steuart Mackenzie, Bart, var tvíkvæntur; fyrri eigin- kona hans var Mary (McLeod, d. 1835) og eignuðust þau sjö syni og þrjár dætur. Seinni kona hans var Katharine (Jardine) og með henni átti hann einn son. Sir George lét byggja ættarsetrið Coul House, sem stendur enn. Það er inn af Cromar- ty-firði vestur af bænum Dingwall, og er nú hótel.15'251’ Til er málverk af móður Mackenzies, Katharine Ramsay, Lady Mackenzie af Coul, sem Henry Raeburn málaði einnig.23 ll í netpósti25 frá Malcolm Bangor-Jones, Skotlandi, kemur fram að the impression that he was a very clever but rather difficult man." hann telji að Mackenzie hafi verið fremur erfiður umgengis: „I have 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.