Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2007, Blaðsíða 15

Náttúrufræðingurinn - 2007, Blaðsíða 15
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags 3. mynd. Sjávarhiti við botn í Stofnmæl- ingu botnfiska í köldu ári (1989), meðalári (1994) og hlýju ári (2003). - Near-bottom temperature in the lcelandic Groundfish Survey in March in a cold year (1989), average year (1994) and warm year (2003). 2003 til 2006 voru með þeim hlýjustu frá upphafi SMB, eða að meðaltali um 2-3°C hlýrri en áðurnefnd köld ár (2. og 3. mynd). Fyrstu ár stofn- mælinganna voru fremur köld á Suðurmiðum, ólíkt Norðurmiðum. Frá 1996 hefur hitastig yfirleitt verið um eða yfir meðaltali tímabilsins og líkt og fyrir norðan hafa árin frá og með 2003 verið hlý (2. og 3. mynd). Þessar breytingar á botnhita í SMB í mars eru í samræmi við aðrar mælingar Hafrannsóknastofnunar- innar á ástandi sjávar. Haffræðingar flokka árin 1989, 1990 og 1995 til svalsjávarára fyrir norðan land en hlýnað hefur frá 1995.14 Frá 1999 hafa hiti og selta á Norðurmiðum verið yfir meðallagi flest ár sem bendir til meira flæðis selturíks hlýsjávar norður fyrir land. Fyrir Suðurlandi voru hiti og selta tiltölu- lega lág á árunum 1985 til 1988 og aftur 1992 til 1995 en frá árinu 1996 hefur sjórinn verið yfir meðallagi hlýr og selturíkur.14 Skoða má breytingar á stærð svæða þar sem ákveðið hitastig rík- ir út frá mælingum í SMB, því hita- stig er mælt vítt og breytt um miðin. Þannig er hægt að meta hve stórt svæði er undir eða yfir ákveðnu hitastigi (4. mynd). Slíka útreikn- inga má nota til að áætla hve stórt svæði hentar hverri fisktegund fyrir sig ef upplýsingar um kjörhita og hitaþol tegundanna liggja fyrir. Þessar mælingar takmarkast við að- stæður nærri botni og aðferðin hentar því illa fyrir tegundir sem fara mikið upp í sjó. ÚTBREIÐSLA SRÖTUSELS Heimkynni þeirrar tegundar skötu- sels sem veiðist hér við land eru í austanverðu Atlantshafi frá Islandi og Norður-Noregi allt til Gíbraltar- sunds og inn í Miðjarðarhaf.1 Þrjár aðrar tegundir skötusels, náskyldar þeirri sem er hér við land, er að finna í Atlantshafi. Litli skötuselur (L. budegassa) á sér heimkynni við Afríkustrendur frá Senegal norður um til Bretlandseyja. Þessi tegund finnst stöku sinnum við Færeyjar og hugsanlegt er að hún flækist á íslandsmið þótt ekki sé það staðfest. Við Atlantshafsstrendur Suður- Afríku og norður fyrir Namibíu er að finna tegund sem kalla má djöflaskötusel (L. vomerinus, e: Devil anglerfísh). Þriðja tegundin er svo Ameríkuskötuselurinn (L. americanus) sem á sitt búsvæði við Ameríkustrendur allt frá Ný- fundnalandi suður undir Panama- skurð. Skötuselur hefur fundist allt í kringum Island en hefur þó löngum verið algengastur við sunnanvert landið. Þar hefur þó orðið nokkur breyting á eins og sjá má á magni og útbreiðslu skötusels í SMB (5. mynd). Frá 1985 til 1997 fékkst skötuselur nær einungis úti fyrir Suðurlandi og Faxaflóa og Jþar víðast í frekar litlum mæli. Arið 1998 varð aukningar vart við 4. mynd. Flatarmál íslandsmiða (grynnra en 400 m) þar sem botnhiti í Stofnmælingu botnfiska í mars er yfir ákveðnu gildi (0,1, 3, 5, og 7°C). Breiða lárétta línan efst á mynd- inni sýnir heildarflatarmál svæðisins þar sem dýpi er minna en 400 m. Dæmi: Ef 5°C- línunni erfylgt má sjá að flatarmál miðanna þar sem botnhiti er yfir 5°C hefur aukist úr 14 þúsund fermílum árið 1985 í 22 þúsund fermílur árið 2006. - The area (square miles) oflcelandic zvaters above 400 m where bottom temperature in the lcelandic Groundfish Survey in March is greater than a given value. The horizontal line at the top ofthe figure indicates the total area where depth is less than 400 m. 15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.