Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2007, Blaðsíða 54

Náttúrufræðingurinn - 2007, Blaðsíða 54
Náttúrufræðingurinn 6. mynd a. Gullþörungar (Chrysophyceae). Myndin sýnir tegund af ættkvísl Din- obryon sem fannst í nokkrum fjölda frá miðjum júlí til júlí loka (mest tæpar 235 þús. frumur/lítra þann 31. júlí). - Chrysoph- yceae, species ofthegenus Dinobryon ivhich wasfound in relatively high numbers in late July (highest number was 235 thousand cells/l on July 31st). Ljósm./photo: Y. Tsukii (Protist Information Server). 6. mynd b. Tegundin Apedinella spini- fera af flokki Dictyochophyceae, kom fram tvisvar í sýnum, þann 26. júní (tæpar 2 milljónir fruma/lítra) og 17. júlí (tæpar 360 þús. frumur/lítra). - The species Apedinella spinifera was seen tivice, on June 26th (nearly 2 million cells/l) and on July 17"' (around 360 thousand cells/l). Ljósm./Photo: Figure: Florence Le Call, Station Biologique de Roscoff. 7. mynd. Kalksvifþörungurinn Emiliania huxleyi, sem greindist í sýnum frá ágúst og september. Þessi tegund getur myndað mikla blóma og eru þeir vel þekktir í hlýsjónum suður og vestur af landinu. - The coccolithophorid Emiliania huxleyi, was detected in samples from August and September. This species is known to form large blooms in Atlantic water south and south-west of Iceland. Nitur og fosfór í sjó eru í tiltölu- lega hraðri lífefnafræðilegri hring- rás og nýtast oftast margsinnis í efsta lagi sjávarins yfir vaxtartíma svifþörunga (3. mynd). Þannig nýta svifþörungarnir yfir sumartímann endurunnin næringarefni auk þess sem næringarefni kunna að berast inn á svæðið með straumi. Upp- spretta niturs er því önnur á sumrin en að vorinu, þar sem það nitur sem er endurunnið er tekið upp af svif- þörungum nærri því jafnóðum. Því mælist styrkur nítrats hverfandi lítill en nitur á öðrum efnaformum kann að vera til staðar. Ólíkir hópar svifþörunga hafa mismunandi eiginleika til að nýta endurunnið nitur en auk þess eru nokkrar teg- undir svifþörunga sem geta stund- að frumuát og taka á þann hátt til sín nauðsynleg næringarefni.24,25 Það eru einkum skoruþörungar sem geta fjölgað sér við þessi skilyrði. Þegar tekur að hausta og uppblönd- un verður aftur í sjónum berast næringarefni upp í efsta lag hans. Við það eykst vöxtur svifþörunga og verður þá oft haustblómi bæði kísilþörunga og skoruþörunga.12 Eiturþörungar Sumar tegundir svifþörunga mynda eitur við ákveðnar aðstæður (8. mynd). Óljóst er hvað örvar blóma eiturþörunga og stuðlar að myndun eiturs.26,27 Það eru aðallega skoruþör- ungar sem geta myndað þörunga- eitur en einnig fáeinar kísilþörunga- tegundir (t.d. Pseudo-nitzsichia-teg- undir). Eitraðir skoruþörungar fjölga sér einkum þegar hitastig er hátt, lag- skipting mikil og lítið af næringar- efnum til staðar.27,28 Lítið er vitað um hvað kemur eiturmyndun af stað hjá kísilþörungum.29,30 Fari magn þessara tegunda yfir ákveðin mörk er hætta á að eitrið safnist upp í skelfiski á svæðinu. Það hefur ekki áhrif á skelfiskinn en hann verður vafa- samur til neyslu. Við Island hefur 8. mynd. Nokkrar af algengustu svifþörungategundum við landið sem geta myndað þörungaeitur. a) Alexandrium tamarense sem er skoruþörungur og getur valdið PSP-eitrun, b) skoruþörunginn Dinophysis norvegica sem getur valdið DSP-eitrun, c) kísilþörunginn Pseudo-nitzschia pseudodelicatissima sem getur valdið ASP-eitrun. - Some of the most common phytoplankton species found in Icelandic waters thatform toxins. a) Alexandrium tamarense a dinoflageUate that can cause PSP-poisoning, b) Dinophysis norvegica a dinoflagellate that can cause DSP-poisoning, c) Pseudo-nitzschia pseudodelicatissima a diatom that can cause ASP-poisoning.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.