Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2007, Blaðsíða 6

Náttúrufræðingurinn - 2007, Blaðsíða 6
Náttúrufræðingurinn Sæmundssonar um íslenska fiska (1896-1939), rann- sóknir Helga Jónssonar á íslenskum sæþörungum (1901-1912) og síðast en ekki síst Flóru íslands sem Stefán Stefánsson gaf út árið 1901 og sem enn er eina vísindalega háplöntuflóra landsins. Það er gæfa hverrar þjóðar að eignast menn sem af hugsjón og elju ryðja brautina og helga líf sitt þessum risavöxnu verkefnum. í því felst einnig mikil auðna að mega kveðja eftir að hafa skilað slíku ævistarfi. Bergþór var stundakennari við líffræðiskor Háskóla íslands í 21 ár, frá 1969 til 1989, og kenndi bæði skyldunámskeið í grasafræði og sérstakt nám- skeið um mosa. Einkenndist kennsla hans af vand- virkni og alúð og þeim ströngu kröfum sem Bergþór gerði til allra sinna starfa. Bergþór er minnisstæður þeim fjölmörgu líffræðinemum sem hann kenndi og minnast þeir hans jafnan með hlýhug og virðingu. Bergþór var þó ekki neinn venjulegur kennari, held- ur hafði eigin aðferðir sem nemendur löguðu sig að. Af honum gengu ýmsar sögur, en eina má segja hér þar sem hún sýnir hvílíkur prinsippmaður Bergþór var. Stundakennarar við Háskóla Islands höfðu boð- að verkfall sem Bergþór var ekki sáttur við. Sam- kennari hans átti leið fram hjá kennslustofu sem átti að vera tóm en heyrði sér til undrunar að þar var ver- ið að kenna. Það var Bergþór sem hélt sinn fyrirlestur eins og til stóð - þótt enginn nemandi væri mættur. Ég kynntist Bergþóri fyrst á Líffræðistofnun, sem þá var til húsa á Grensásvegi 12. Þetta var fyrir daga skoðanakannana eða tölvuspáa og þegar nálgaðist kosningar var Bergþór í essinu sínu á kaffistofunni. Hann hafði gaman af að velta fyrir sér pólitík og var glúrinn að spá fyrir um úrslit. Mér er Bergþór minnisstæður sitjandi við borðsendann - kannski spurður um gengi Alþýðuflokksins í Reykjavík. Hann veifaði sígarettunni, rúllaði henni milli fingra sér, hleypti brúnum undir þykkum gráum hármakk- anum og tók sér kúnstpásu áður en hann útlistaði spána með hárfínum rökum. Bergþór var einnig fjöl- fróður um fornsögur. Höfundur Njálu hlýtur að vera kona, sagði Bergþór, og heila nótt man ég eftir að hann hélt föngnum hópi líffræðinema og kennara á samkomu í húsi við Laufásveg meðan hann skýrði hugmyndir sínar og kenningar, meðal annars þá að höfundurinn væri Steinvör Sighvatsdóttir Sturluson- ar, sem giftist Oddaverja og bjó að Keldum og var talin mesti kvenskörungur á Islandi á sinni tíð, eins og segir í íslenskum æviskrám. Seinna unnum við Bergþór saman á vettvangi Hins íslenska náttúrufræðifélags. Hann sat lengi í stjórn, var varaformaður um hríð, og alla tíð mikill velunn- ari félagsins. Bergþór gjörþekkti sögu þess og hefðir, en það er eitt elsta félag íslendinga, stofnað 1889. Loks sátum við Bergþór saman í fyrstu stjórn Nátt- úrufræðistofnunar Islands og þar kynntist ég honum best. Hann var ráðhollur og velviljaður og ævinlega mátti treysta dómgreind hans. Bergþór var aldrei að flýta sér. Hann hafði alltaf tíma, tíma til að hjálpa þeim sem leituðu til hans með mosa til greiningar, hann tók sér tíma til að velta fyrir sér álitamálum og hann átti alltaf tóm til að ræða málin yfir kaffibolla - en þá fékk ég marga heima hjá þeim Dóru á þessum árum. Þetta var áður en Bergþór veiktist en í næstum áratug vann hann í kapp við tímann, oft fársjúkur, við að ljúka sínu ætlunarverki. Bergþór sinnti rannsóknum sínum í kyrrþey en af fádæma elju og þrautseigju. Hann var einstaklega nákvæmur og vandvirkur en jafnframt afkastamikill. Hann var heilsteyptur hugsjónamaður, metnaðar- gjarn sem fræðimaður en ekki í þeim skilningi að hann sæktist eftir persónulegri umbun fyrir störf sín. Sýndarmennska og prjál var eins fjarri Bergþóri og hugsast getur. Yfirborðið gat verið hrjúft og gneypt eins og þau vestfirsku fjöll sem hann ól æsku sína við og ekki fer hjá því að áfall eins og það sem hann varð fyrir ungur skilji eftir mark. En hjartað var hlýtt. Bergþór var sæmdur heiðursdoktorsnafnbót við raunvísindadeild Háskóla Islands árið 2000. Góður drengur og mikill fræðimaður er genginn með Bergþóri Jóhannssyni. Blessuð sé minning hans. Þóra Ellen Þórhallsdóttir Líffræðistofnun Háskólans 6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.