Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2007, Blaðsíða 37

Náttúrufræðingurinn - 2007, Blaðsíða 37
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags hafa farið fram á undanförum árum. í þessum rannsóknum hefur sandskel fundist víða í Faxaflóa. I nágrenni Reykjavíkur hefur skelin fundist á leirum í Fossvogi og Kópavogi,28 í Leiruvogi á 7 m dýpi (5 skeljar/m2),29 á Blikastaðaleir- um,30 í Þerneyjarsundi á 5 m dýpi,31 í Sundahöfn á 5-13 m dýpi (24-390 skeljar/m2)32 og í leðjubotni í Skerja- firði (100-180 skeljar/m2).33 Á leir- um í Flvaleyrarlóni hefur einnig orðið vart sandskelja.34 Víða í Flvalfirði hafa fundist sand- skeljar. Má þar nefna leirurnar við Laxárvog (2-4 skeljar/m2),35 Lón á Eyri, þar sem seltan fer undir 10%o og svæðið þornar á fjöru36 og við Kúludalsá í norðanverðum firðin- um, en þar fannst sandskel í greip- arsýni af 32 m dýpi.37 Heimildir eru fyrir sandskel á stöku stað í Breiðafirði og á Vest- fjörðum. Á leirum í Kolgrafarfirði hefur fundist sandskel38 og einnig hefur hennar orðið vart í Dýrafirði á 8 m dýpi í leðjubotni blönduðum smámöl (8 einstaklingar/m2).39 Við norðanvert landið hefur sandskel fundist í innanverðum Eyjafirði á 10 m dýpi40 og í Lóni í Kelduhverfi á 5-11 m dýpi var sandskel með algengustu dýrateg- undum árið 1979.1 Lóni voru skelj- arnar allar smáar, upp í 20 mm að lengd, og sennilega 2ja-3ja ára gamlar. Lengdardreifingin gaf til kynna að tegundin hefði nýverið numið þarna land en 1963-1964 fannst engin sandskel á svæðinu.41 Við Austfirði hefur sandskel fundist í Skógalóni í Vopnafirði á 8-9 m dýpi,42 við Hraun í Reyðar- firði á 3-12 m dýpi43 og á leirum í Skarðsfirði.44 Sandskelja hefur orðið vart í sýn- um BIOICE á óvenjumiklu dýpi. í sunnanverðum Breiðafirði fundust skeljar á 120-180 m dýpi, í utan- verðum Arnarfirði á 62 m dýpi, í botni Skjálfanda á 48 m dýpi, í Seyðisfirði á 64-82 m dýpi og í Loð- mundarfirði á 26 m dýpi. Einnig fundust sandskeljar úti fyrir Faxa- flóa á 304 m dýpi (BIOICE, Sigmar 26° 24° 22° 20° 18° 16° 14° 5. mynd. Fundarstaðir sandskelja við ísland skv. rituðum heimildum og rannsóknar- verkefninu „Botndýr á íslandsmiðum" (BIOICE). Arnar Steingrímsson, óbirt gögn). Eins og áður kom fram eru heimild- ir um fund sandskelja niður á 192 m dýpi erlendis frá, en í BIOICE-rann- sókninni finnst sandskel á mun meira dýpi. Sandskelin í þessum sýnum var fyrst og fremst ungviði sem erfitt getur verið að tegunda- greina en einna helst er talið að um sandskel hafi verið að ræða (Kurt Ockelmann, munnlegt). 5. mynd sýnir fundarstaði sandskelja við ís- land miðað við ritaðar heimildir og rannsóknaverkefnið Botndýr á Is- landi (BIOICE). Auk þeirra staða sem hér hafa verið nefndir eru heimildir fyrir því að sandskel hafi fundist við Osa, Garðskaga og Fitjar á Reykjanesi, í Brynjudalsvogi, í Borgarfirði, á Mýrum, í Hnappadalssýslu, í Vatnsfirði, á Rauðasandi, í Arnar- firði, Skutulsfirði og á ýmsum stöð- um frá Papafirði að Hornafirði (Agnar Ingólfsson, persónulegar upplýsingar). Talið er að skelin geti lifað nánast alls staðar þar sem ákjósanlegan botn er að finna.45 Könnun á útbreiðslu og magni nýt- anlegra sandskelja til manneldis á Suðvestur- og Vesturlandi sumarið 2004 Á stórstraumsfjöru frá 4. júní til 15. ágúst 2004 voru gengnar 25 fjörur við Faxaflóa, Breiðafjörð og á Vest- fjörðum. Tilgangurinn var að kanna hvort nýtanleg sandskel til mann- eldis (nægjanlegt magn og tilskilin stærð) fyndist á svæðunum (1. tafla). Gerð var athugun frá flæðar- máli og upp fjöruna svo langt sem einhverra skelja varð vart. Þar sem sandskel sást var handahófskennt settur niður 1 m2 ferningur og innan hans stungnar upp allar sjáanlegar skeljar með stunguskóflu eða gaffli (4-8 ferningar úr hverri fjöru). Ekki var sandurinn sigtaður en öllum sjáanlegum sandskeljum safnað saman. Úr hverri fjöru voru skelj- arnar taldar, lengdarmældar með skífumáli og vigtaðar. Sandskelja varð vart á 16 af 25 stöðum sem kannaðir voru, en í litl- um mæli (1. tafla, 6. mynd). Mesti þéttleiki sem varð vart voru 10-15 skeljar/m2 í Botnsvogi í Hval- firði en í Laxárvogi var fjöldinn 2^1 skeljar/m2 en þar var meðalfjöldinn sá sami og árið 1975.35 Stærstu skeljar í könnuninni voru 100 mm að lengd og fundust á Mýr- unum (7. mynd) en óvíst er um aldur. Út frá þessari könnun er erfitt að fullyrða nokkuð um dreifingu sand- skelja innan fjörunnar, þar sem fá sýni voru tekin, en oft fundust skeljarnar í nánd við ár- eða lækjar- farveg (8. mynd). í þessum fjörum var botnlagið yfirleitt leirkenndur 37
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.