Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 2007, Side 37

Náttúrufræðingurinn - 2007, Side 37
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags hafa farið fram á undanförum árum. í þessum rannsóknum hefur sandskel fundist víða í Faxaflóa. I nágrenni Reykjavíkur hefur skelin fundist á leirum í Fossvogi og Kópavogi,28 í Leiruvogi á 7 m dýpi (5 skeljar/m2),29 á Blikastaðaleir- um,30 í Þerneyjarsundi á 5 m dýpi,31 í Sundahöfn á 5-13 m dýpi (24-390 skeljar/m2)32 og í leðjubotni í Skerja- firði (100-180 skeljar/m2).33 Á leir- um í Flvaleyrarlóni hefur einnig orðið vart sandskelja.34 Víða í Flvalfirði hafa fundist sand- skeljar. Má þar nefna leirurnar við Laxárvog (2-4 skeljar/m2),35 Lón á Eyri, þar sem seltan fer undir 10%o og svæðið þornar á fjöru36 og við Kúludalsá í norðanverðum firðin- um, en þar fannst sandskel í greip- arsýni af 32 m dýpi.37 Heimildir eru fyrir sandskel á stöku stað í Breiðafirði og á Vest- fjörðum. Á leirum í Kolgrafarfirði hefur fundist sandskel38 og einnig hefur hennar orðið vart í Dýrafirði á 8 m dýpi í leðjubotni blönduðum smámöl (8 einstaklingar/m2).39 Við norðanvert landið hefur sandskel fundist í innanverðum Eyjafirði á 10 m dýpi40 og í Lóni í Kelduhverfi á 5-11 m dýpi var sandskel með algengustu dýrateg- undum árið 1979.1 Lóni voru skelj- arnar allar smáar, upp í 20 mm að lengd, og sennilega 2ja-3ja ára gamlar. Lengdardreifingin gaf til kynna að tegundin hefði nýverið numið þarna land en 1963-1964 fannst engin sandskel á svæðinu.41 Við Austfirði hefur sandskel fundist í Skógalóni í Vopnafirði á 8-9 m dýpi,42 við Hraun í Reyðar- firði á 3-12 m dýpi43 og á leirum í Skarðsfirði.44 Sandskelja hefur orðið vart í sýn- um BIOICE á óvenjumiklu dýpi. í sunnanverðum Breiðafirði fundust skeljar á 120-180 m dýpi, í utan- verðum Arnarfirði á 62 m dýpi, í botni Skjálfanda á 48 m dýpi, í Seyðisfirði á 64-82 m dýpi og í Loð- mundarfirði á 26 m dýpi. Einnig fundust sandskeljar úti fyrir Faxa- flóa á 304 m dýpi (BIOICE, Sigmar 26° 24° 22° 20° 18° 16° 14° 5. mynd. Fundarstaðir sandskelja við ísland skv. rituðum heimildum og rannsóknar- verkefninu „Botndýr á íslandsmiðum" (BIOICE). Arnar Steingrímsson, óbirt gögn). Eins og áður kom fram eru heimild- ir um fund sandskelja niður á 192 m dýpi erlendis frá, en í BIOICE-rann- sókninni finnst sandskel á mun meira dýpi. Sandskelin í þessum sýnum var fyrst og fremst ungviði sem erfitt getur verið að tegunda- greina en einna helst er talið að um sandskel hafi verið að ræða (Kurt Ockelmann, munnlegt). 5. mynd sýnir fundarstaði sandskelja við ís- land miðað við ritaðar heimildir og rannsóknaverkefnið Botndýr á Is- landi (BIOICE). Auk þeirra staða sem hér hafa verið nefndir eru heimildir fyrir því að sandskel hafi fundist við Osa, Garðskaga og Fitjar á Reykjanesi, í Brynjudalsvogi, í Borgarfirði, á Mýrum, í Hnappadalssýslu, í Vatnsfirði, á Rauðasandi, í Arnar- firði, Skutulsfirði og á ýmsum stöð- um frá Papafirði að Hornafirði (Agnar Ingólfsson, persónulegar upplýsingar). Talið er að skelin geti lifað nánast alls staðar þar sem ákjósanlegan botn er að finna.45 Könnun á útbreiðslu og magni nýt- anlegra sandskelja til manneldis á Suðvestur- og Vesturlandi sumarið 2004 Á stórstraumsfjöru frá 4. júní til 15. ágúst 2004 voru gengnar 25 fjörur við Faxaflóa, Breiðafjörð og á Vest- fjörðum. Tilgangurinn var að kanna hvort nýtanleg sandskel til mann- eldis (nægjanlegt magn og tilskilin stærð) fyndist á svæðunum (1. tafla). Gerð var athugun frá flæðar- máli og upp fjöruna svo langt sem einhverra skelja varð vart. Þar sem sandskel sást var handahófskennt settur niður 1 m2 ferningur og innan hans stungnar upp allar sjáanlegar skeljar með stunguskóflu eða gaffli (4-8 ferningar úr hverri fjöru). Ekki var sandurinn sigtaður en öllum sjáanlegum sandskeljum safnað saman. Úr hverri fjöru voru skelj- arnar taldar, lengdarmældar með skífumáli og vigtaðar. Sandskelja varð vart á 16 af 25 stöðum sem kannaðir voru, en í litl- um mæli (1. tafla, 6. mynd). Mesti þéttleiki sem varð vart voru 10-15 skeljar/m2 í Botnsvogi í Hval- firði en í Laxárvogi var fjöldinn 2^1 skeljar/m2 en þar var meðalfjöldinn sá sami og árið 1975.35 Stærstu skeljar í könnuninni voru 100 mm að lengd og fundust á Mýr- unum (7. mynd) en óvíst er um aldur. Út frá þessari könnun er erfitt að fullyrða nokkuð um dreifingu sand- skelja innan fjörunnar, þar sem fá sýni voru tekin, en oft fundust skeljarnar í nánd við ár- eða lækjar- farveg (8. mynd). í þessum fjörum var botnlagið yfirleitt leirkenndur 37

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.