Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2007, Blaðsíða 16

Náttúrufræðingurinn - 2007, Blaðsíða 16
Náttúrufræðingurinn 5. mynd. Útbreiðsla skötusels í Stofnmælingu botnfiska árin 1985-2006 (kg í togi). Á myndinni sést vel hve útbreiðslusvæði skötusels hefur stækkað frá árinu 1998. - The distribution of anglerfish in the lcelandic Groundfish Survey 1985-2006 (kg per tow). The figure clearly shows how the habatit of the species has expanded in recent years. firði og næstu ár veiddist skötusel- ur í vaxandi mæli úti fyrir Vesturlandi. Frá 2003 hefur skötu- selur verið mjög algengur á svæð- inu frá Eystrahorni að Látrabjargi. Jafnframt hefur nokkuð fengist af skötusel á Vestfjarðamiðum síðustu árin og slæðingur fyrir Norðurlandi (5. mynd). Þessi framvinda hefur ekki farið fram hjá sjómönnum, sem veiða nú skötusel á svæðum þar sem fyrir nokkrum árum var einungis að finna stöku flæking. Afli skötusels (6. mynd) hefur aukist í flest veiðar- færi, meðal annars botnvörpu, drag- nót, þorskanet og grásleppunet og árið 2000 hófust beinar veiðar á skötusel með stórriðnum netum.4 Árið 2005 varð þannig metár er skötuselsaflinn fór í liðlega 2800 tonn. Til samanburðar var ársaflinn frá 1970 til 1999 á bilinu 380 til 970 tonn. Veiðisvæði skötusels hefur jafnframt farið stækkandi (7. mynd). Árið 1999 var skötuselsveiði í botn- vörpu og dragnót að mestu bundin við miðin sunnan- og suðaustan- lands en árið 2001 fékkst aukið magn út af Reykjanesi og veiði- svæðið hafði stækkað til norðurs, í Faxaflóa og Breiðafjörð. Þessi þróun hélt áfram næstu ár og árið 2005 var skötuselur farinn að veiðast í meira mæli á Vestfjarðamiðum (7. mynd). SAMBAND MILLI ÚTBREIÐSLU SKÖTUSELS OG SJÁVARHITA Þótt víða erlendis sé skötusel að finna á meira en 1000 m dýpi hafa rannsóknir og veiðar í land- grunnsköntum sunnan og suðvest- an Islands leitt í ljós að lítil skötu- selsveiði er neðan 500 metra.15 Vafalítið er sjávarhiti takmarkandi þáttur í útbreiðslu skötusels og ef miðað er við hitastig á djúpslóðinni sunnanlands virðist hann forðast sjó sem er kaldari en u.þ.b. 5°C. Gögn úr SMB styðja þetta því mest aflast af skötusel í 6 til 9°C heitum sjó en lítið undir 5°C. Ef miðað er við að hitastig lægra en 5°C takmarki útbreiðslu skötu-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.