Náttúrufræðingurinn - 2007, Page 16
Náttúrufræðingurinn
5. mynd. Útbreiðsla skötusels í Stofnmælingu botnfiska árin 1985-2006 (kg í togi). Á
myndinni sést vel hve útbreiðslusvæði skötusels hefur stækkað frá árinu 1998. - The
distribution of anglerfish in the lcelandic Groundfish Survey 1985-2006 (kg per
tow). The figure clearly shows how the habatit of the species has expanded in recent
years.
firði og næstu ár veiddist skötusel-
ur í vaxandi mæli úti fyrir
Vesturlandi. Frá 2003 hefur skötu-
selur verið mjög algengur á svæð-
inu frá Eystrahorni að Látrabjargi.
Jafnframt hefur nokkuð fengist af
skötusel á Vestfjarðamiðum síðustu
árin og slæðingur fyrir Norðurlandi
(5. mynd).
Þessi framvinda hefur ekki farið
fram hjá sjómönnum, sem veiða nú
skötusel á svæðum þar sem fyrir
nokkrum árum var einungis að
finna stöku flæking. Afli skötusels
(6. mynd) hefur aukist í flest veiðar-
færi, meðal annars botnvörpu, drag-
nót, þorskanet og grásleppunet og
árið 2000 hófust beinar veiðar á
skötusel með stórriðnum netum.4
Árið 2005 varð þannig metár er
skötuselsaflinn fór í liðlega 2800
tonn. Til samanburðar var ársaflinn
frá 1970 til 1999 á bilinu 380 til 970
tonn. Veiðisvæði skötusels hefur
jafnframt farið stækkandi (7. mynd).
Árið 1999 var skötuselsveiði í botn-
vörpu og dragnót að mestu bundin
við miðin sunnan- og suðaustan-
lands en árið 2001 fékkst aukið
magn út af Reykjanesi og veiði-
svæðið hafði stækkað til norðurs, í
Faxaflóa og Breiðafjörð. Þessi þróun
hélt áfram næstu ár og árið 2005 var
skötuselur farinn að veiðast í meira
mæli á Vestfjarðamiðum (7. mynd).
SAMBAND MILLI ÚTBREIÐSLU
SKÖTUSELS OG SJÁVARHITA
Þótt víða erlendis sé skötusel að
finna á meira en 1000 m dýpi hafa
rannsóknir og veiðar í land-
grunnsköntum sunnan og suðvest-
an Islands leitt í ljós að lítil skötu-
selsveiði er neðan 500 metra.15
Vafalítið er sjávarhiti takmarkandi
þáttur í útbreiðslu skötusels og ef
miðað er við hitastig á djúpslóðinni
sunnanlands virðist hann forðast
sjó sem er kaldari en u.þ.b. 5°C.
Gögn úr SMB styðja þetta því mest
aflast af skötusel í 6 til 9°C heitum
sjó en lítið undir 5°C.
Ef miðað er við að hitastig lægra
en 5°C takmarki útbreiðslu skötu-