Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2007, Blaðsíða 49

Náttúrufræðingurinn - 2007, Blaðsíða 49
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags grimsen, en í byltingunni 1809 á Jörgensen að hafa hótað honum líf- láti fyrir að bera út þann rógburð, að ekki væri þorandi að koma til Reykjavíkur vegna manndrápa, all- ar götur flytu þar í blóði. Thorgrim- sen var skrifari Trampe, stiftamt- manns.38 Samkvæmt núverandi gildismati hefur verið hallað á Henry Holland í viðskiptum hans við Mackenzie, auðugan, virtan aðalsmann og vís- indamann sem eflaust kostaði Islandsleiðangurinn, og hafa því verið gerð skil í riti Andrews Wawns.2 Fyrir öðrum blasti við að hlutskipti Ólafs Loftssonar í sam- skiptum hans við þessa sömu menn (og reyndar aðra menn) er órann- sakað viðfangsefni. Af afkomendum Ólafs Loftssonar er þetta að segja:21 Næstelst barna hans var Guðrún, f. 27. desember 1805; barnsmóðir Elín Þórðardóttir, húsfreyja í Hlíðarhúsum í Reykja- vík. Guðrún Ólafsdóttir giftist Ein- ari Sæmundssyni í Brekkubæ, hatta- smið í Reykjavík, og börn þeirra voru: 1) Einar, skólapiltur, sigldi til útlanda; 2) María, sem átti Einar Einarsson verslunarmann; dóttir þeirra var Karólína Kristjana, fyrri kona Þorvarðar Kjerulfs læknis, og frá þeim eru afkomendur; 3) Sigríð- ur, sem giftist Eiríki Magnússyni, bókaverði í Cambridge (Sigríður E. Magnússon); þau áttu ekki barn sem lifði; 4) Soffía Emilía, gift Sigurði Gunnarssyni prófasti; Bergljót, fyrri kona Haralds Níelssonar guðfræði- kennara, var ein dætra þeirra. - Frá Ólafi er því komin töluverð ætt þarna. Elsta dóttir hans, sem einnig hét Guðrún, f. 21. september 1805, lést að vísu á 18. ári, þá vinnukona á Barkarstöðum í Fljótshlíð, barnlaus. Hana átti Ólafur með Guðrúnu Árnadóttur, ráðskonu á Hlíðarenda, dóttur séra Árna Högnasonar í Steinsholti. - Þriðja barn hans var Karen Sigríður, f. 8. apríl 1806, sem giftist Knud Schiöth, útvegsbónda á Snæfellsnesi, en varð síðar ráðskona hjá Borge E. S. Jacobsen, fyrsta lyf- sala í Stykkishólmi, og arfleiddi lyfsalinn hana að öllum eigum sín- um.s’ Karen Sigríði átti Ólafur með Elínu Egilsdóttur Sandholt, kaup- manns í Reykjavík. - Fjórða barn Ólafs var Loftur, f. 10. janúar 1808, klæðskeri í Nykobing í Danmörku; móðir Margrét Jónsdóttir, dóttir Jóns Einarssonar, hreppstjóra á Vil- borgarstöðum í Vestmannaeyjum. - Fimmta barn Ólafs hét Ólafur, f. 11. apríl 1812, vinnumaður í Mosfells- sveit og Reykjavík, kvæntur Ingiríði Einarsdóttur. Móðir hans var Guð- rún Erlendsdóttir, dóttir Erlends Bjarnasonar, bónda á Minna-Mos- felli. - Síðasta barnið sem kennt er Ólafi á íslandi andaðist nokkurra daga gamalt, skírt Wilhelm, barns- móðir Elín Tyrfingsdóttir, bústýra í Reykjavík.21 Ólafur Loftsson var af Kollabúðaætt, Loftur, faðir hans, var sonur Guðrúnar, dóttur Bjarna Jóns- sonar á Kollabúðum, en við hann er ættin kennd (Kollabúða-Bjarni). Bjarni var vitur og ríkur, búhöldur hinn mesti og kynsæll. Einn sona hans og ömmubróðir Ólafs var Jón, prestur í Skarðsþingum og síðar á Hrafnseyri við Arnarfjörð, bóka- og lærdómsmaður og sagður á undan sinni samtíð í sumum greinum, ein- hver mesti garðræktarmaður sinnar tíðar. Séra Jón fékk mikinn áhuga á Grænlandsmálum, hugðist jafnvel flytja til Grænlands og lærði græn- lensku af bókum; hann var skáld- mæltur vel á latínu og íslensku og liggja eftir hann rit. Virðingarfólk Formálartn að riti sínu, The Iceland Journal ofHenry Holland 1810, hefur Andrew Wawn á þessari lýsingu á bresku ferðafélögunum (bls. xi):40 „On 18 April 1810, Sir George Mackertzie (1780-1848), accompanied by a party of young Edinburgh scientists, set sail for Iceland, the first signi- ficant British expedition to travel to the island since the celebrated visit of John Thomas Stanley (1766-1850) in 1789. Amongst Sir George's companions were two young physicians, friends since their Bristol schooldays - Richard Bright (1789-1858), subsequently famed for his research into renal disease, and Henry Holland (1788-1873), who was later to make his professional name as a London soci- ety physician, numbering Queen Victoria amongst his emi- nent clientele." Á Ólaf Loftsson er fyrst minnst í lok for- málans og þá aðeins með þessum orðurn (bls. xiv):40 „Henry Holland's principal Icelandic philosopher, guide and adviser was the deplorable Ólafur Loptsson: I have been a great deal luckier." - Það er svo gráglettni örlag- anna að þegar Wawn byrjar inngangskaflann (Prologue) að bókinni fáeinum blaðsíðum síðar kýs hann að hafa frá- sögnina þannig (bls. I).40 „On a stormy August day in 1871, two of Victorian England's most celebrated Icelandophiles met, probably for the first and almost certainly for the last time, in a small house in the middle of, appropriately, Reykjavik. Their hostess for the evening was María Einars- dóttir, sister-in-law of the Icelandic bibliophile Eiríkur Magnússon, and the two travellers were William Morris, literary collaborator and friend of Eiríkur, and Sir Henry Holland (1788-1873) ..." Þær systur, María sem nefnd er hér og Sigríður, eiginkona Eiríks Magnússonar bókavarðar í Cambridge, voru dætur hjónanna Einars Sæmundssonar og Guðrúnar Ólafsdóttur í Brekkubæ og Guðrún í Brekku- bæ var dóttir Ólafs Loftssonar21 („the mercurial, unreliable and disreputable guide for Sir George's party in Iceland ... the deplorable Ólafur Loptsson").40 Afkomendur Ólafs náðu þó að verða virðingarfólk bæði í Reykjavík og Cambridge, en ekki er ljóst hvort rithöfundurinn, Andrew Wawn, vissi það. 49
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.